Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 9
ÓÐINN efst í huga sínum. Þeir vonuðust eftir, að innlenda stjórnin mundi leiða þessar hugsjónir til staðfestu. Hinsvegar þeir, sem höfðu rjettarstöðu landsins og virðulegan sess við hlið Danmerkur efst í huga. Þeim þótti sínu máli spilt með ákvæðinu um »ríkisráðsset- una« og gerðust Landvarnarmenn. Verklegar framfarir lands og lýðs voru efni og uppistaða allra ættjarðarhugsjóna minna á þessum árum. Og það stóðst á endum, að jeg hafði lokið námi og innlenda stjórnin var fengin. Ætla mætti, að mjer og jafnöldrum mínum hefði fundist að þá mundi skamt að bíða þess að hugsjónirnar rættust, þegar sá rjetti starfsgrundvöllur var fenginn og við sjálfir vorum tilbúnir að ganga til verka. En svo var nú ekki. 011 okkar uppvaxtarár hafði verið skrafað og skrifað um framfarir, en við sáum engan árangur. Þingið samþykti lög og áskoranir um hitt og þetta, en landið stóð í stað, eftirbátur Danmerkur og ann- ara landa á öllum verklegum sviðum. A bak við allar hugsjónir okkar ungu mannanna var falið vonleysi um að sjá þær í framkvæmd. A mannfundum og gleð- skaparkvöldum skreið vonleysið inn í skúmaskotin, svo að þess gætti ekki, en hversdagslega dró það móðu fyrir hugsjónirnar, svo að þær sýndust bara vera fjar- lægar hyllingar. Að minsta kosti var mjer svona farið. Mjer verður ávalt minnisstæð sú undrun, sem greip mig — það mun hafa verið sumarið 1904 — þegar frú Þórunn Jónassen trúði mjer fyrir því leyndarmáli, að Hannesi bróður sínum, sem þá var erlendis, hefði tekist að tryggja það með samningum, að nú yrði lagður rit- sími til íslands. Undrun mín var svo mikil fyrst í stað, að fögnuðurinn komst ekki að. Ekki gat undr- unin stafað af því, að málið sjálft væri nýstárlegt eða kæmi að huganum óvörum, því að um ekkert af verk- legum framfaramálum landsins hafði verið rætt og ritað jafnmikið á undanförnum árum. Nei, undrunin var mælikvarði á vonleysi það, sem hafði verið ríkj- andi áður, en nú varð að víkja. Upp frá þessu og til 1913 er Hannes Hafstein foringinn, sem kemur í framkvæmd hugsjónum þeim, sem við hinir yngri Heimastjórnarmenn höfðum alið í brjósti, en ekki vonast eftir að rætast mundu um okkar daga. Til forustunnar hafði hann alla þá kosti, sem foringja mega prýða eptir íslenskum hugsunar- hætti. Það var því engin furða, þótt fylgið yrði af- dráttarlaust. Ekki gerðust framkvæmdirnar baráttu- laust, svo sem kunnugt er, og var jafnan harðastur atgangurinn kringum foringjann, en þessi barátta þjappaði líka fylgismönnunum saman, svo að úr varð um eitt skeið hinn samhentasti og harðsnúnasti stjórn- málaflokkur, sem uppi hefur verið í landinu síðan 1874 að minsta kosti. Núna eftir á ber auðvitað mest á þeim stórmálunum, svo sem ritsímamálinu, er í fram- kvæmd komust, en af jafnmikiUi snild stýrði Hannes Hafstein að föstu marki í sumum öðrum stórmálum, sem honum hefði eflaust tekist að framkvæma, ef þjóðin hefði borið giftu til að njóta forustu hans. Má t. d. nefna, að sumarið 1907, eftir einungis þriggja H. Hafstein í einkennisbúningi. ára stjórnarstarf, hafði hann í kyrþei búið svo undir um framkvæmdir í járnbrautarmálinu, að aldrei hefur líklegar látið um þær síðan, og ekki enn í dag. Á sama hátt markaði hann sjer ákveðna leið að föstu marki í framfaramálum þjóðarinnar yfir höfuð. Hann var fyrst og fremst framkvæmda- og framfaramaður- inn, og í ljósi þeirrar stefnu verður að skoða starf- semi hans í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, ef menn vilja skilja hana rjett. Grundvallarhugsun H. H. í sambandsmálinu hygg jeg hafa verið þá, að hann vildi afla landinu þeirra sjálfstæðismerkja og þess sjálfstæðis, sem frekast var samrýmanlegt þeirri hugsun, að halda vinfengi danskra stjórnmálamanna og fjármálamanna og áhuga hjá þeim fyrir því, að veita þessu landi stuðning í verklegri

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.