Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 48
48 OÐINN Oss verður reikað norður eftir eystri barmi Almannagjáar. Komum vjer þar sem tveir hjeraðshöfðingjar talast við. Heyr- um vjer, að annar þeirra telur Ulfljóti það mest til gildis, að hann hafi sjeð ráð til þess, að firra landsmenn erlendri yfir- drotnun og farið sjálfur utan til að nema lögin. Hinn kvað stofnun Alþingis myndi og verða upphaf giftu landsmanna. Kvað hann sjer segja svo hugur um, að til þess myndu flestir þeir at- burðir raktir, er þeir, er land þetta bygðu á komandi öldum, teldu mesta og besta. „Hjer á þessum slóðum mun og margur göfugur maður ganga", sagði hann. Vjer göngum ofan á flatir, þar sem þrælar eru að ganga að verki. Komum vjer að tótt einni. Hún er hálfhlaðin, og eru þrælar tveir við hana. Þeir eru báðir írskir að kyni. Heitir annar þeirra Konáll, en annar Melsnati. Voru þeir þrælar Loðins, ftr bjó í Botni. Spyrjum vjer þá, hvern veg þeim segir hugur um allsherjarþingið. Þá svaran Konáll: „Illa segir mjer hugur um það. Er það einkum sökum þess, að ekki verður stjórnarfarið eins og tíðk- ast með Irum. Myndi betur gefast, að einn eða fleiri konungar rjeðu yfir landi þessu, því ærið eru þeir margir, ofstoparnir. Lítst mjer illa á skraffinn þennan, þótt hann mæli fagurt og má mikið vera, ef ráð hans gefast vel. Hift þykir mjer Iíklegra, að hann stofni til þess, er mikil vandræði munu af hljótast áður lýkur, og mun þetta upphaf ógæfu landsmanna". Þá mælti Melsnati: „Varla mun hún batna stórum í Botni, vistin, þótt höfðingjar ríði um hjeruð og komi h|er saman ár hvert. Nóg er stritið heima og ill vor æfi, þótt ekki sje farið að vinna hjer í hraundal þessum. Illu heilli hófu þeir máls á þessu, Olfljótur bóndi og Grímur geitskór, enda mun Alþingi illa gefast". Hugurinn flýgur vestur eftir öldum og örara en svo að sjón á festi. Hann nemur ekki staðar fyr en fullum tíu öldum síðar. Vjer erum staddir á Þingvelli. Er það um hádegisbil á önd- verðu sumri, árið 1930. Sólin skín í heiði og stafar á Þing- vallavatn. Er sem einhver töfraljómi leiki um Þingvöll allan. Fagnaðarómar titra í niði fossins, er hann æðir niður bergið ofan í Almannagjá. Tjöld eru mörg á völlunum, báðum megin árinnar. Bifreiðar hafa brunað austur í lestum undanfarna daga. Og enn þá koma þær hlaðnar fólki ofan Almannagjá. Mannfjöldinn er nú orðinn miklu meiri en hið fyrra sinnið. Allir eru prúðbúnir, konur margar í litklæðum, en karlar ekki. Víða sjást menn á gangi ! smá hópum og sumstaðar tveir og tveir saman. Er það auðsætt, að búist er við fíðindum nokkurum. Loftið virðist þrungið eftirvæntingu. Vjer sjáum svo, hvar brugðið er upp merki Islands á völl- unum austan vert við ána. Drífa menn að hvaðanæva og skipa sjer til skrúðgöngu. Stefnir hún vestur að Lögbergi. Fremstir ganga þingmenn og fylkja sjer fyrir neðan Lögberg. Maður einn gengur á Lögberg, þegar komin er kyrð á mannfjöldann. Mynda- stytta stendur upp á berginu. Er hún hjúpuð. Þar flytur maður þessa ræðu. Skýrir hann þar frá afreki þess hins mesta menn- ingarfrömuðar, er bygt hefur land þetta. Segir hann, að hann fjekk því iil vegar komið mcð viturleik sínum, að landsmenn féngust til þess að Iúta einum lögum. Skýrir hann í fám orð- um frá því, hversu mikið íslenskt þjóðerni eigi Ulfljóti að þakka. Kveður hann hugsjón þessa mikilmennis hafa reynst þjóðinni eins konar Draupnir. Þeir baugar menningar, er dýr- astir þykja, hafa dropið af henni. Meðal þess, er hann telur upp, er fyrst og fremst Alþingi, þá sjálfstæðisþrá og frelsisbar- átta þjóðar, þá fegurð íslenskrar tungu, er átti sjer htna full- komnustu fyrirmynd í lagamáli fram eftir öldum. En frumtónn þeirrar fegurðar hljómaði fyrst, er Úlfljótur flutti landsmönnum lagabálka sína að Lögbergi árið 930. Þá minnist hann á helgi Þingvallar, er þjóðin mun aldrei þola að rofin verði og sögu Alþingisstaðar hins forna. Allir hafa staðið hljóðir. Þögnin er svo mikil, að það er jafnvel eins og fossinn hlusti. Síðan afhjúpar ræðumaður líkneski Ulfljóts. Þögnin magnast, Þykir mönnum sem þeir standi frammi fyrir anda Úlfljóts end- urbornum. Er sem þeir kenni eldmóð hugsjónamannsins, finni að hann læsist inn í vitund þeirra, Iíkt og eldur, er læsist um eldsneyti. Listamaðurinn hefur seitt fram svip Úlfljóts með at- beina listgáfu sinnar og lætur hann varpa lifandi hugsunum og eldlegum út frá kaldri eirmyndinni. Síðan er gengið austur að „kastala". Þar stendur önnur myndastytta hjúpuð. Maður nokkur gengur upp að henni, en mannfjöldinn nemur staðar vestanvert við „kastalann". Flytur maður þessi þar ræðu. Fer hann mörgum orðum og fögrum um hugsjónamanninn, er hvikar hvergi fyrir líkamlegri áreynslu, er hann hyggur, að hann geti unnið þjóð sinni gagn. Kveður hann Islendinga eiga enga fegri fyrirmynd í því efni, en mann þann, er myndasfytta þessi á að sýna. Segir hann, að hún sje af Grími geitskó, honum, er fyrstur kannaði landið, göfugmenn- inu, er engin þáði launin, en gaf alt hið mikla fje til hofa, er menn vildu gefa honum. Segir ræðumaður, að Grími hafi verið það Ijóst, ekki síður en fóstbróður hans, að gifta þjóðar er undir guðrækni komin. Fyrir því vildi hann gera sitt til að efla hana. Kveður hann og Islendinga eiga það fegurðartilfinningu Geitskós að þakka, að þeir muni hafa átt fegurri þingstað en flestar aðrar þjóðir. — Þegar er ræðumaður hefur lokið máli sínu, sviftir hann hjíípnum af líkneskinu. Mönnum þykir sem hugir þeirra sjeu hafnir upp í hærra veldi, veldi það er þakklæti heillar þjóðar við göfugmenni get- ur hafið þá upp í og ekkert annað. Er þá sem nokkurum gefi sýn og þeir sjái svipi löngu liðinna atburða líða sjer fyrir sjónir. Þeir sjá og verndarvætt Þingvalla, Armann frá Armannsfelli, koma. Er hann líkari guðum en mönnum. Það er sem geislar stafi af honum á alla vegu. Hann virðist líða hægt í lofti, upp yfir mannfjöldanum. Þar gerir hann hið heilaga tákn lífs og velfarnaðar hægri hendi, — Þórsmerkið — og hverfur síðan. Vjer lögðum af stað og á heiði þá, er liggur milli ríki dag- drauma og bygða daglegs lífs. Þar mættum vjer manni einum og spurðum hann heiti. Hann kvaðst Gestur heita. Sögðum vjer honum draumana báða og báðum hann að ráða þá. Hann mælti: „Fyrri draumur yðar er sanndreymi. Þar hafið þjer sjeð atburð, er gerðist endur fyrir löngu. En óvíst er, hvort síðari draumurinn rætist. Fer það eftir því, hvorir eru nú orðnir kynfleiri, höfðingjar þeir, er kunnu að meta þá fóstbræður og ráð þeirra og stóðu í fylkingu, eða þrælar þeir, er stóðu á víð og dreif, eins og þeim er títt. Mjög er það líklegt, að niðjum Melsnata þræls þyki hún ekki muni „batna stórum í Botni, vistin", ef leggja skal fram fje, til þess að votta þökk löngu horfnum hugsjónamönnum fyrir unnið afrek, sem unt er að komast hjá að þakka". Andmælum vjer þá og segum: „Hitt mun þó líklegra, að höfðingjalundin ráði, er hjer að kemur. Þau eru og mörg dæmin, er sýna, að annanhvort hefur þrælslundin göfgast, eða að höfð- ingjar eru nú orðnir kynfleiri, nema hvorttveggja sje". Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.