Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 23
ÓÐINN 23 vetrar. Komst þó aftur til fullrar heilsu, svo að hann næsta haust gat tekið upp aftur kenslustörf sín og stundaði þau enn í þrjú ár, þangað til veturinn 1919. Þann vetur, hinn sama mánaðardag er hann áður hafði veikst, fjekk hann heilablóðfall af nýju. Náði hann sjer enn að vísu svo, að hann gat haft ferli- vist og farið húsa milli, en varð ekki starffær upp frá því. I þriðja sinn fjekk hann enn áfall hinn 31. okt. f. á. og virtist upp frá því rænulítill eða rænu- laus þangað til hann andaðist hinn 7. d. nóvember- mánaðar tæplega 71 árs að aldri. Síra Janus var gáfumaður í besta lagi. Hafði að vísu ekki verið bráðþroska fyrstu skólaárin, en sótti sig æ því betur, sem lengra leið á námið. Skilningur hans var skýr og smekkvís og minnið trútt. Þó kvað hann sjálfur að sjer hefði gengið illa að muna ártöl og nöfn í sögunni, en sagnfræði ljet hon- um mjög vel, hafði opinn skilning fyrir þeim fræðum og var vel heima í þeim, einkum þó í sögu Islands, sem hann hafði hið mesta yndi af og lagði alla æfi stund á, svo að jeg hygg að fáir muni þeir vera, sem betur eru að sjer í sögu og bókmentum þjóðar vorrar en hann var, aðrir en þeir, sem með nokkrum hætti hafa gert slík fræði að æfistarfi. Best af öllu ljet honum þó íslensk mál- fræði, bæði forn og ný: einkum lagði hann þó stund á fornmálið og var afbragðs vel að sjer í því, og mest yndi hafði hann af hinum forna skáldskap. Ætla jeg að hann kynni utan að flestar vísur í fornsögum vorum og mikið í eddunum, og var ávalt vakinn og sofinn í því að fást við hinn forna skáldskap og skýringar á honum og hefur ritað nokkuð um þau efni. Hef jeg fyrir satt að hinum bestu vísindamönnum vorum í þeirri grein hafi fallið vel í geð tillögur hans, þótt jeg kunni annars ekki mikla grein á því. Hvar sem hann hitti mann að máli, sem eitthvað kunni grein á fornmáli og fornskáldskap, brá ekki út af, að viðræð- urnar snerust brátt að þeim efnum. Síra ]anus hafði unun af að kenna öðrum og fræða þá, og fór honum kenslan við Flensborgar- skóla hið besta úr hendi, einkum kensla hans í móð- urmálinu, sem hann var sjálfkjörinn til að hafa á Síra ]anus ]ónsson. hjeldu áfram frekara námi eftir Flensborgarvistina, hafi þótt bera af öðrum í kunnáttu í íslensku. Má það telja skaða, að hans gat þar ekki lengur notið við, og svo mun þótt hafa bæði skólastjóra og öðr- um, sem að skólanum stóðu. — Jafnframt og hann var skýr fræðimaður, eftir þeim föngum sem hann gat haft fyrir höndum í afskektri sveit, var honum ljúft starf og einkar ljett um að rita, og alt mál hans hið vandaðasta, svo að fáir munu þar honum fremri. Liggur talsvert margt eftir hann víðsvegar í tímaritum vorum, helst sögulegs og málfræðilegs efnis, og væri vert að rekja það nokkru gjör, þótt jeg hafi ekki að sinni tök á því. Allmargt af blaðagreinum hefur hann og ritað og ein skáldsaga hefur komið út í íslenskri þýðing eftir hann, »Over Skjær og Brænding* eftir C. Andersen; á íslensku nefndi hann það »Gegnum brim og boða«. Mun ekki oft á þýð- ingum slíkra bóka hafa sjest vandaðra mál. — Að áliti mínu lá fræðimenskan miklu dýpra í eðli síra Janusar en prestsskapur- inn, þó að hann yrði aðalæfistarf hans, og þó að einnig þar láti hann sjer að baki hinn lofsamleg- asta feril. Eins og við önnur rit- störf var honum einkar ljett um að semja ræður, og þótti ávalt góður og oft með afbrigðum góð- ur ræðumaður, svo að jeg býst við að fáir prestar hafi verið hon- um þar fremri, og eftir því var maðurinn í öllu dagfari, grandvar til orðs og æðis. Get jeg ekki stilt mig um að minnast þess,. að blóts- yrði gat hann ekki látið sjer af vörum hrióta og ekki laust við að honum fjelli illa að fara með þá staði í passíusálmunum og öðrum helgum ritningum, er slík kraftyrði koma fyrir í. Af söfnuðum sínum naut hann því bæði virðingar og velvildar, og mun mjer varla skjátla í, að þeir munu lengi minnast hans sem eins síns besta kennimanns og vinar. — Hann var maður óhlutdeilinn að vísu og óhneigður fyrir að blanda sjer í hagi annara, og kann að vera að hon- um hafi síður látið fyrir þá sök í prestskapnum það, sem heyrir til sálgæslu. En hvenær sem hans var leitað var hann við alla hluttekningarsamur, hollráður og heilráður og jeg held iðulega skilningsgóður á, hvað best gegndi. — Eins og títt hefur verið um hendi. Hef jeg heyrt, að ýmsir lærisveinar hans, sem presta hjer á landi var honum allmjög beitt við önn-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.