Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 8
8 ÓÐINN Frá fyrstu stjórnarárum H. Hafsteins. Hannes Hafstein ráðherra. hjarta mitt Hei með kjúkugómum«. Og þó að H. H. eftir þetta starfaði enn nokkur ár að opinberum og almennum málum, varð hann aldrei sami maður og áður. Og síðustu æfiár hans voru, eins og kunnugt er, að heita mátti eitt óslitið helstríð. Einn er sá þáttur ótalinn í lífi H. H., er telja má kostinn besta í fari hvers manns. — Hann var, eftir minni þekkingu, stöðugt, ef jeg mætti svo segja að rækta sinn innri mann, eða, með öðrum orðum, að leit- ast við að gera sjálfan sig að æ betri manni og göfugri. Fyrir mínum hugskotssjónum stendur H. H. sem einn hinn hugljúfasti þeirra mörgu manna, er jeg hef haft einhver kynni af um æfina. Hann var alt í senn: gleðimenni, glæsimenni og mikilmenni. Og síðast, en ekki síst: sannnefnt göfugmenni. Sighvatur Bjarnason. Haustið 1903 urðum við Hannes Hafstein samskipa frá Reykjavík til Kaupmannahafnar, og hafði jeg ekki kynst honum áður svo telj- andi væri. Nokkrum dögum eftir komu skips- ins til Hafnar barst sú fregn út meðal landa í borginni, og kom ekki alls á óvart, að honum væri ætlað að taka við ráðgjafastöð- unni, sem þá var nefnd svo, þegar stjórnin flyttist til Reykjavíkur. Aður hafði stjórnin leit- að til við Ólaf Halldórsson konferensráð, en læknir hans lagt á forboð að hann tæki við stöðunni, og hann af þeim sökum skorast undan. Þess þarf naumast að geta, að á ferðinni bar Hafstein svo af föruneytinu um glaðværð, ljúfmensku og skörungsskap, að hún mundi mjer og öðrum minnisstæð, þótt eigi hefði hún til þeirra atburða dregið, er fram komu síðar. En eftir það kyntist jeg honum eink- anlega sem yfirboðara mínum í ráðherrasessi og sem stjórnmálamanni og flokksforingja, og mjer fór eins og flestum öðrum flokks- mönnum hans, að yfirburðir hans á nærfelt öllum sviðum vöktu hjá mjer slíka aðdáum, að jeg var ávalt boðinn og búinn til að leggja fram alla krafta mína undir forustu hans. En til þess að gera grein fyrir því, á hve traustum grundvelli þetta fylgi mitt og þeirra samtíðarmanna minna, sem áttu samleið í landsmálum, var bygð, verð jeg að minnast ofurlítið á hugsanir þær og skoðanir, sem voru ríkj- andi hjá okkur uppvaxandi mönnunum um aldamótin. Á Kaupmannahafnarárum mínum, 1897 til 1903, var mjög fjörugt fjelagslíf hjá íslenskum stúdentum og mikill áhugi fyrir þjóðmálefnum Islands. Þá stóð yfir baráttan milli »VaItýskunnar« annarsvegar, og hins- vegar »Benediktskunnar« og síðan Heimastjórnar- stefnunnar. Mátti heita að stúdentahópurinn væri óskiftur í þessum málum, móti »Valtýskunni«, og rjeð þar vitanlega meir tilfinning en dómgreind. En þegar Heimastjórnarstefnan var orðin ofan á til fulls á ár- unum 1902—’03, þá kom í ljós, sem oftar, að jafnan orkar tvímælis, þá gert er, og' skiftist nú stúdenta- hópurinn í tvo ámóta stóra og mjög andstæða flokka, eftir mismunandi hugsjónum. Annarsvegar þeir, sem höfðu verklegar og efnalegar framfarir lands og lýðs

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.