Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 20
20 ÓÐINN hans, uns hann ljetst árið 1866. Það sama ár giftist hún, eins og getið er hjer að framan. Hún var greind og glaðlynd, eins og faðir hennar, en hafði eigi notið mikillar fræðslu í æsku, serh þá var tíðast um konur, en fróðleikslöngun hennar var svo mikil, að hún not- aði hvert tækifæri til að læra, og hjeltst sú fróðleiks- löngun alla æfi. Sem húsmóðir var hún frábærlega ötul og kjarkmikil, nærgætin og umhyggjusöm við skylda og vandalausa. Hún var mjög hjúasæl, og ljet sjer ekki að eins ant um þau meðan þau dvöldu hjá henni, heldur vildi hún greiða götu þeirra, eftir því, sem hún gat, þegar þau voru frá henni farin, og fanst sem hún væri jafnan í skuld við þau. Heimili þeirra hjóna var fyrirmynd að reglusemi, guðrækni og sið- prýði, og því góður skóli uppvaxandi fólki. — Eftir lát manns síns fór Þorbjörg til frú Auðar dóttur sinnar, sem þá var á Skútustöðum, og var hjá henni nokkur ár. Þá var hún og sinn tímann hjá hverjum sona sinna, og ljet sjer eigi fyrir brjósti brenna að fara tvívegis utan á efri árunum, til að heimsækja syni sína, sem þá bjuggu í Edinborg og Alaborg. Hana brast sjaldan kjark, og fróðleikslöngun hennar og framkvæmdaþrá eyddi örðugleikunum; og ef eitt- hvað amaði að vandamönnum hennar, var hún jafnan þangað komin, ef hún gat því við komið, til að hvetja og hughreysta. Hún var jafnan viðkvæm fyrir bág- indum annara og reiðubúin til að gera alt, sem hún gat, til að hjálpa. Síðustu æfiárin var hún í Reykja- vík, hjá Garðari syni sínum, og naut þar hinnar bestu aðbúðar og ánægju. Síðasta missirið dvaldi hún í húsi frú Auðar dótfur sinnar, og barnabörnin flyktust þar kringum hana. Æfikvöldið var bjart og rólegt, eftir starfaríka æfi. Það var líka bjart yfir gömlu konunni, hún bar vel silfurhærurnar, og enn ljek gleðibros um varirnar. Sitt hvað hafði á daga hennar drifið, blítt og strítt, hún lofaði guð fyrir hvorttveggja og bar ætíð óbilandi traust til hans. Hún andaðist 5. febrúar 1923, rúmlega áttræð að aldri, og var jarðsungin 17. s. m. Dagsverkið var mikið, og minning hennar er dýr- mæt ástvinum hennar og mörgum vandalausum vini. X Fóstra mín dáin! (Þorbjörg Olgeirsdóttir). Nú brestur mig andlega orku og flug; — ekki’ er mjer hægt að ljóða alt það sem bundið býr í hug, og blessar þig, fóstra mín góða. Tvítug mey gafstu mjer trygð þína’ og ást og tókst þátt í lífs-kjörum mínum. I smásveini ungum þú eitthvað það sást, sem ornaði hugsjónum þínum. I æsku þú studdir mig ástvermdri hönd og öllu mjer snerir í haginn. Það tengdu’ okkur ósvikin ættræknis-bönd alt fram á síðasta daginn. Þú hafðir mjer ungum í huga það fest, sem hugðirðu rjettast og sannast. Þú sagðir: »Vjer eigum að ástunda mest að eflast að þekking’ og mannast. Lífs-fley vort getur laskast við sker. Við launboða freistingin gjálpar. Gleymd’ ekk’ að biðja guð fyrir þjer; — góða barn, mundu það hjálpar«. Þín ytri framkvæmd var ekki smá, það ástvinir þekkja og skilja; — í lífsstarfinu öllu má ljóslega sjá leiðir hins þrautgóða vilja. En þó er það andlegi auðurinn þinn, sem eg vildi helst láta getið; — kjarkurinn mikli og kærleikurinn, er kunnugir rjettast fá metið. Hrósið þitt metur hyggjan klökk, harmandi vinar-hvarfið. — Hafðu nú eindregna ástarþökk. Alfaðir launi þjer starfið. E. Frg. Sí Augaö. Títt það áhrif að oss ber, sem olla verkjum sárum, og hellir aftur út frá sjer ofsa-heitum tárum. Sl Fnjóskur.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.