Óðinn - 01.07.1932, Side 6
54
ÓÐINN
lega að þeirra tíma sið, þá lagði hann það alveg
niður þegar aldarhátturinn breyttist og hugs-
unarháttur almennings varð vinnautninni and-
vígur; fór svo mörgum af ágætismönnum þjóð-
ar vorrar, enda eru þessi tvö atriði þau öfl,
sem öllu ráða í þessu mikla máli, og er leitt til
þess að vita, að forvígismenn bindindishreyf-
ingarinnar skuli ekki vilja láta sjer skiljast, að
boð og bann eru þýðingarlítil, ef bindindisstarf-
semin hefur tapað aðalvopnunum úr hendi sjer
fyrir ofstæki og skammsýni. — Um heimili og
heimilisstarfsemi Bjarna próf. verður varla tal-
að svo rjettilega sje, nema minst sje jafnframt
á frú Ingibjörgu, þá mætu konu, sem varði öll-
um sinum kröftum og öllu sínu starfi til heilla
og heiðurs heimilisins.
Frú Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd á
Brekku f Víðimýrarsókn 5. mars 1867, dóttir
Guðmundar Sölvasonar hreppstjóra og Mar-
grjetar Björnsdóttur, en alin var hún upp hjá
ólafi bónda Sigurðssyni í Ási í Hegranesi og
konu hans Sigurlaugu Gunnarsdóttur, er var
náfrænka bennar; má um ættir þeirra (Skíða-
staðaættina) sjá nánara í Ættartölum Skagfirðinga
eftir Pjetur Zóphóníasson. Haustið 1888 giftist
hún sjera Bjarna Pálssyni, en hún andaðist þann
1. maí 1916. Frú Ingibjörg var fríðleikskona, há
vexti og tíguleg, svipurinn hreinn og góðlegur,
og framkoman hin göfugmannlegasta; hún var
glaðlynd, hæglát og þreklunduð kona.
1 hinni miklu vakningaröldu, sem gekk yfir
þjóðina á öldinni sem Ieið, hefur Sigurðar mál-
ara Guðmundssonar verið minst i sambandi við
stofnun Forngripasafnsins og þess, að hann lag-
færði búning kvenna. En mjer virðist oflítið
hafa verið haldið á lofti, hve mikil óbein áhrif
hann hlýtur að hafa haft á skólamál kven-
þjóðarinnar, því eins og allir vita myndaðist
hannyrðaskóli á þjóðlegum grundvelli í Reykja-
vik fyrir hans áhrif, á þá leið, að áhugasamar
ungar meyjar saumuðu sjer hátíðabúninga eftir
hans fyrirsögn, og skreyttu þá með alskonar
hannyrðum, og það var ekki hans sök, að sá
þjóðlegi grundvöllur var ekki eins vel ræktaður
í mentastofnunum kvenna, eftir að fastir skólar
vóru reistir, og æskilegt hefði verið, enda var
Sigurður þá úr sögunni, því hann dó 1874,
sama árið og Kvennaskólinn i Reykjavík var
stofnaður, en hann var fyrstur fasti skóli fyrír
konur hjer á landi. En eftir að Sigurður hafði
vakið löngun kvenna til að koma sjer upp
þjóðlegum búningi, þá risu upp víðsvegar i land-
inu heimilisskólar, sem ýttu undir stofnun full-
komnari skóla. Þannig var það í Eyjafirði, Skaga-
firði og Húnaþingi, og brautryðjendur voru frú
Valgerður Rorsteinsdóttir í Eyjafirði, frú Sigur-
laug Gunnarsdóttir i Ási og frú Guðrún Gísla-
dóttir í Steinnesi, kona Eiríks próf. Briem’s.
Allar þessar konur hjeldu um nokkurra ára
skeið slíka skóla á heimilum sínum, en 1877
voru kvennaskólar settir á stofn á Laugalandi
fyrir Eyjafjörð og í Ási, hjá frú Sigurlaugu, fvrir
Skagafjörð. Peir Sigurður málari og ólafur í Ási
voru bræðrasynir, enda var frú Sigurlaug fyrsta
konan í Skagafirði til að taka upp skautbúning
Sigurðar. — Án þess að fara lengra út í þetta
mál, má víst fullyrða, að heimili þeirra Ólafs og
Sigurlaugar i Ási var hið þjóðlegasta, og stóð í
fremstu röð myndarheimila í Skagafirði. Á þessu
heimili ólst frú Ingibjörg upp, og naut þar allrar
þeirrar mentunar, sem heimilið gat veitt, en auk
þess var hún 2 vetur á Kvennaskólanum á Ytri-Ey.
Þau hjónin sjera Bjarni og frú Ingibjörg voru
þannig bæði upp alin á fyrirmyndarheimilum.
Var því mjög eðlilegt, að þau höguðn öllu fyrir-
komulagi heimilis síns, og hjeldu öllum heimilis-
brag, eins og þar sem best var á sveitabæjum,
enda hafa sveitaprestar allajafna skoðað sig sem
bændur — mentaða bændur. Fyrir alla þá, sem
alist höfðu upp við slíkan heimilisbrag, var unun
að koma á heimili þeirra hjóna, þar sem öllum
fornum heimilisreglum var haldið uppi með
stakri reglu, og framförunum beint á þjóðlegar
brautir. Pað var sannarlega að koma í friðsælan
reit að koma í Steinnes, þar sem iðjusemi og
reglusemi vóru samtengd umhyggju og fyrir-
hyggju húsbændanna, gestrisnin í ríkum mæli
að gömlum og góðum sið, enda gnægtir í búi
alla jafna, þó heimilið væri stórt og barnahóp-
urinn yrði mannmargur.
Síðari ár ævi sinnar varði sjera Bjarni tíma
sinum og eigum til að menta börn sín. Hann
bjó syni sína hvern af öðrum undir nám í æðri
skólum, af 8 bræðrum gengu 4 mentaveginn og
luku háskólaprófi, 2 gerðust verslunarmenn, 2
völdu verkleg störf. Þá var eins með systurnar
3, að þær vóru mentaðar bæði innanlands og
utan, eftir föngum. Mega það allir vita, að til
als þessa þurfti mikinn áhuga og mikla ráðdeild,
en alt fór þetta þeim Steinnes-hjónum staklega