Óðinn - 01.07.1932, Síða 7

Óðinn - 01.07.1932, Síða 7
ÓÐINN 55 vel úr hendi, má því með fullum sanni segja að Steinnes-heimilið var hjeraðsbúum til fyrir- myndar bæði í siðferðislegu og þjóðmenningar- legu tilliti. Jón Jónsson læknir. * Júníus Pálsson á Syðra-Seli. »Samferöamennirair mörgu mínir á ævinnar leið hverfa nú einn eflir annan, aldurs- er hækkarmitt -skeiö«. Þetta erindi datt mjer í hug, eftir Br. J., er jeg frjetti lát míns kæra frænda og vinar, Júníusar Pálssonar á Syðra-Seli, er ljetst að heimili sínu 12. april síðastl. Þar var hann fæddur 3. júní 1861, og var það hans eina hjervistarheimili frá fæðingardegi til dánardægurs. Merkishjónin Páll Jónsson og Margrjet Gísladóttir bjuggu allan sinn búskap á Syðra-Seli. Þau eignuðust 2 dætur og 10 sonu, og komust 7 sona þeirra til fullorðins- aldurs, meðal þeirra var Júníus, og allir hinir merkustu og bestu menn; en nú eru að eins 3 þeirra á lífi: Jón, fyrv. bankagjaldkeri, Gísli, bóndi í Hoftúni, og Isólfur tónlagasmiður. Páll faðir þeirra druknaði í lendingu í Þorlákshöfn 24. febr. 1887, ásamt Bjarna syni sinum, organ- ista í Götu á Stokkseyri, og var hann formaður á bátnum, en þeir komu sjóhraktir austan frá Stokkseyri í vondu veðri og aftakabrimi. Þá um vorið tók Június við búi á Syðra-Seli og kvænt- ist 18. nóv. s. á. eftirlifandi konu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Grímsfjósum; varð þeim 8 barna auðið, eitt þeirra dó í æsku og tvö uppkomin, en fimm eru á lífi, öll efnileg og mannvænleg. Áður en Június kvænlist Sigríði konu sinni, átti hann unnustu, Ingveldi Erlendsdóttur, og eignaðist með henni eina dóttur, Margrjeti, rjómabústýru á Baugstöðum. Ábýlisjörð sina keypti Június 1916 og bjó þar til dánardægurs, eins og fyr er sagt. Búskaparár hans urðu tæp 45 ár. Ennfremur yrkti hann nokkurn hluta af næstu jörð (Efra-Seli) i mörg ár, en slepti henni 1931, er Flóaáveitan var komin að gagni á jörðunum þar i grendinni. Ibúðarhús, bygt úr steinsteypu, veglegt og vandað, bygði liann vorið 1930, auk mikilla annara úti- húsbygginga á ábýlisjörð sinni. Júníus var formaður á Stokkseyri í 24 velrar- vertíðir, fiskaði ævinlega vel, sótti sjóinn djarft og tókst það ávalt svo vel, að hann fjekk aldrei »slettu á skip sitt«, sem kallað er. Fjallkóngur var hann á Flóamanna-afrjetti í 22 ár, sýslu- nefndarmaður í 34 ár, og átti sæti í henni, þá nýlega endurkosinn, er hann ljetst. Hann var í stjórn Flóa-áveit- unnar, trúnaðar- maður Ræktunar- sjóðsins, ennfrem- ur í skólanefnd, sóknarnefnd og hreppsnefnd, auk margra annara starfa. Hann átti mikinn og góðan þátt i því að koma góðu framtíðar- samkomulagi á milli nærliggjandi hreppa, en á milli þeirra var búið að vera ósamkomu- lag um fleiri tugi ára, út af ágangi búfjár. — Öll sin störf vann Júníus með lipurð og ljúfmensku, en með fullri einurð þó og alvöru, og kom alstaðar fram til sátta og samlyndis, elskaður og virtur af öllum, sem hann þektu og með honum voru, hvort held- ur var á sjó eða uppí á örævum eða hvar annarsstaðar sem var. Það má með fádæmum telja, að maður, sem jafn víða kom við i af- skiftum um menn og málefni sem Június Páls- son, skyldi aldrei fá ámæli nokkurs manns. Marga nánustu vini sína og vandamenn misti Június, og alla með sviplegum hætti: Unnusta hans, sem áður er getið, varð úli milli bæjar og fjárhúss í aftaka byl 29. mars 1883; einn bróður sinn misti hann voveiflega, annar bróðir hans gekk glaður og heilbrigður til hvílu sinnar að kveldi, en var örendur að morgni. Pál son sinn misti hann í sjóinn, og föður sinn og Bjarna bróður sinn sömuleiðis nokkru áður; og Sigríði dóttur sína, er var hjúkrunarkona á sjúkrahúsi erlendis, og vissi hann ekki annað en að hún væri heilbrigð, er hann frjetti sviplegt lát hennar. Júníus Pálsson.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.