Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 9
ÓÐ I N N
57
Frú Friöbjörg Vigfúsdóttir.
Hin unga og gjörvulega kona, er hjer birtist
mynd af, ljetst á Akureyri síðastliðið vor, 16.
aprílmánaðar. Varð almennur harmur vina og
kunningja að fráfalli hennar, því að hún hafði
þegar getið sjer frábæran orðstír og vinsældir.
Frú Friðbjörg var fædd
13. nóvember 1897 að Gull-
berastöðum í Lundarreykja-
dal. Var hún því aðeins 34
ára, er hún andaðist. —
Foreldrar hennar, sem enn
eru á lífi, eru sæmdarhjónin
Sigríður Narfadóttir frá Stífl-
isdal í Árnessýslu og Vig-
fús Pjetursson frá Grund i
Skorradal, sem mörgum eru
að góðu kunn. Hafa þau
merkishjón búið rausnar-
búi á eignajörð sinni Gull-
berastöðum fram á sið-
ustu ár.
Friðbjörg sál. var þegar
á unga aldri frábær að
gjörvuleik, bæði til munns
og handa. Kom brátt i
ljós, að hún var mjög list-
hneigð að eðlisfari, sem
gripir þeir sýna ljóslega, er
hún hefur eftir sig látið í
trjeskurði og öðrum listiðn-
aði. — Veturna 1918 og 1919 dvaldi hún við nám
á Hvítárbakkaskóla og hvarf þaðan að þeim tíma
liðnum með ágætum orðstír. Á þessum náms-
árum sínum veiktist Friðhjörg af »spönsku veik-
inni«, sem þá gekk í skólanum, og á þeim ár-
um lá hún einnig í taugaveiki. Þessi og önnur
veikindi lömuðu mjög heilsu hennar og þrek,
þótt hún bæri jafnan alla vanheilsu sína með
stakri þolinmæði.
í október 1921 sigldi Friðbjörg sál. til Iíaup-
mannahafnar (ásamt systur sinni Elínu), og
dvaldi þar við nám vetrarlangt. Kom síðan heim
vorið eftir og dvaldi hjá foreldrum sínum á
Gullberastöðum þar til að hún veiktist af lungna-
eitlum og varð þá að fara á Vífilstaðahæli. Þar
fjekk hún nokkra heilsubót, en varð þó ekki jafn-
góð, þótt heilsan virtist vera unnin tíma og tíma.
Árin 1925-1929 var F'riðhjörg ýmist heima
hjá foreldrum sínum eða hjá Elínu systur
sinni (konu Jóns Þorbergssonar) á Bessa-
stöðum og Laxamýri, eða í Reykjavík. — Á
þeim árum kyntist hún eftirlifandi manni
sinum, Iírisljáni Halldórssyni, úrsmið á
Akureyri (frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatns-
skarði í Suður-Þingeyjarsýslu) og giflust
þau þann 17. inaí 1930.
l3au hjónin voru mjög skyld
að upplagi og eðlisfari,
einkum um listhneigð og
önnur andleg verðmæti.
Enda var samlif þeirra
mjög ástúðlegt og har alt
heimilislíf þeirra og heim-
ilishætlir þess Ijósan vott.
Friðbjörg sál. var alin
upp við sterka trúrækni,
enda var hún trúkona mikil
og kom það mjög í ljós í
dagfari hennar. — Höfðu
þau hjón húslestra um
hönd á heimili sínu, sem
fátitt mun nú orðið á heim-
ilum þessa lands, einkum
þar sem svo ungt fólk á
húsum að ráða. En þau
voru bæði alin upp við
þennan fagra sið og vildu
ekki fella hann niður. —
Við ókunnuga var Fiið-
björg fremur fáskiftin og
eins til kynningar, en því tryggari og ástúðlegri
var hún þeim, er hún kyntist og ávann sjer fljótt
ást þeirra og virðingu. Hún var mjög átthaga-
trygg og bar mikla ást til foreldra sinna og
systkina. Þráði hún jafnan að geta verið sam-
vistum með fólki sínu. En svo mjög unni hún
manni sinum, að engan dag fór hún frá hon-
um þann tveggja ára tíma sem þau nutu sam-
vista. — K.
0
Æfisaga Krists, eftir Papiní, þýdd af Porst. Gísla-
syni, fæst enn hjá bóksölum. Verð kr. 7,50. í bandi
kr. 10,00.
Frú Friðbjörg Vig/úsdótlir.
0