Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 14
62 Ó Ð I N N GuOrún Ólafsdóttir húsfreyja á Pávastöðum. Hún andaðist að heimili sínu 23. janúar 1931. Guðrún var fædd á Bessastöðum í Sæmundar- hlíð 19. janúar 1856. — Var hún því 4 dögum betur en 75 ára. Móðir hennar var Sigurlaug Sveinsdóttir, er þá var ekkja. Faðir Guðrúnar var ólafur prest- ur Ólafsson, er þá var prestur til Reynístaðar. Hann varalkunnurgáfu- maður, en þótti einkennilegur að sumu leyti. Guðrún ólst upp alllengi á Merki- gili, hjá merkis- konunni Sigur- björgu Jónatans- dóttur og fyrri manni hennarJó- hanni, og siðari Agli Stefánssyni. Var Merkigil talið með fremstu heimilum á þeim árum. Paðan fór hún að Reynistað til sýslumanns- hjónanna E. Briems og frúar hans, og þó hún væri þar eigi nema 2 ár, mun hún hafa haft mikið gagn af dvöl sinni þar hjá því merka fólki. Á þeim árum kyntist Guðrún fyrri manni sinum Stefáni Jónassyni. Giftust þau árið 1876 eða 1877, og byrjuðu búskap í Litlu-Gröf. Bráð- legu fluttu þau sig að Pávastöðum og bjuggu þar til vorsins 1882. Pað ár gekk hjer í Skaga- tíða. En þrátt fyrir mikil kynni bæði af mönn- um og málefnum og mikla fræðimensku, þá liggur ekkert eftir hann i prentuðu máli. Lange var giftur Þuríði Jakobsdóttur frá Ár- bakka á Skagaströnd. Lifir hún mann sinn, ásamt dóttur þeirra Thyra Lange, tannlækni í Reykjavfk, sem nýlega er gift Pálma Loftssyni framkvæmdastjóra. M J M íirði mannskæð mislingaveiki, andaðist Stefán úr þeirri veiki, og stúlkubarn ólafía að nafni, er þau hjónin áttu. Fóru þau í sömu kistu bæði. Tvö önnur börn eignuðust þau: Elínu, er dó fárra ára gömul, og Snorra, nú bónda í Stóru- Gröf; er hann kvæntur Jórunni Sigurðardóttur frá Litlu-Gröf. Guðrún bjó nú ekkja á Pávastöðum, þangað til árið 1889. Þá giftist hún í annað sinn Albert búfræðing Kristjánssyní. Bjuggu þau á Páva- stöðum upp frá þvi. Pávastaðir voru eigi taldir neitt stórbýli, er Guðrún sál. byrjaði þar búskap. Túnið fremur lítið, kargþýft og hús niðurnídd. Bærinn var bygður upp á fyrstu búskaparárunum, var því að eins lokið, er Stefán sál. fjell frá. Eftir að Guðrún giftist í annað sinn, var farið að bæta jörðina svo um munaði og hefur því verið haldið áfram, all til þessa dags. Túnið er nú fyrir nokkrum árum orðið alt vjeltækt og gefur af sjer ferfalt við það, sem var um 1880. Enda ummál þess alt að þrefaldað. Öll pen- ingshús eru nú uppbygð og hlöður við flest, þar á meðal ný steinhlaða með steinþaki. Einnig gaddavírsgirðing um tún og bithaga. Enginn, er sjeð hefði Pávastaði um 1880, myndi nú þekkja þá fyrir sömu jörð. Það hefur verið sagt, að bóndinn gerði garð- inn frægan. Er það satt, en þó mun oftar mega segja að húsfreyjan eigi sinn góða þátt í því. Hygg jeg að svo hafi verið á Páfastöðum, því enginn sveitungi mun neita þvi, að Pávastaðir hafi um mörg ár verið eitt af fremstu og mynd- arlegustu heimilum sýslunnar. Enda þau hjón alþekt fyrir ráðdeild og reglusemi, hvert á sínu sviði. Mjög var Guðrún sál. áhugasöm um allar búnaðarframfarir, og fylgdist vel með á því sviði. Um aldamótin fór hún suður að Hvanneyri, til þess að læra þar meðferð mjólkur til smjörs- og osta-gerðar. Settu þau hjónin, ásamtnokkrum nágrönnum, á stofn rjómabú á Pávastöðum, var Guðrún forstöðukonan. Starfaði það um nokkur ár með góðum hagnaði fyrir þátttak- endur. IJegar Guðrún var um fimtugt, fór hún til Reykjavíkur og gekk þar á Hússtjórnarskóla. Mun það vera fátítt um húsfreyjur á þeim aldri. Kvenfjelag stofnaði hún í Staðarhreppi, ásamt húsfrú Sigriði Jónsdóttur á Reynistað. Voru þær Guðrún Ólafsdóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.