Óðinn - 01.07.1932, Page 19

Óðinn - 01.07.1932, Page 19
ÓÐINN 67 Jón Ðenediktsson og Guðlaug Halldórsdóttir. Þessi hjón áltu 50 ára hjúskaparafmœli 25. nóv. s. I. — Þau eru fædd og upp alin í nágrenni hvort við annað. Hann er fæddur 2. febr. 1860 að Akrakoti á Álftanesi (Bessastaðahreppi) og hún er fædd 13. sept. s. á. að Hauks- húsum í sama hreppi. Rúmlega tvítug giftust þau og byrjuðu bú- skap í Austurholti í Reykjavík og bjuggu þar þang- að til vorið 1896 að þau fluttu til Arnarfjarðar. — Börnin vóru þá orðin mörg og flest í ómegð, og þrátt fyrir atorku beggja hjónanna, hvors á sínu sviði, ogsjerlegan dugn- að Jóns til sjáv- arins, sem hann frá unga aldri stundaði af kappi sem formaður, áttu þau, sem margir aðrir á þeim árum, fremur örðugt uppdráttar með fjölskyldu sína, og mun það hafa komið þeim til að leita gæfunnar annarstaðar. Settust þau svo að í kauptúninu Bíldudal, sem þá var í upp- gangi — í tíð P. J. Th. — og dvöldu þar í 25 ár, eða til vorsins 1921, að þau fluttu aftur til Reykjavíkur. — Á Bíldudal farnaðist þeim ágæt- lega, eignuðust bráðlega hús og urðu efnalega vel sjálfstæð. Eftir að hafa stundað sjó frá Arnarfirði í all- mörg ár, með góðum árangri, gerðist Jón fiski- matsmaður á Bíldudal. Rækti hann það, sem önnur störf sin, með alúð og trú- mensku, enda hefur hann hið sama starf á hendi hjer enn í dag. Þau hjónin áttu því láni að fagna, að eignast góð og mannvænlegbörn, en mörg þeirra hafa burt kallast á unga aldri. Eft- irlifandi eru þessi: Benedikt skip- stjóri; Guðriður, kona Jóns ívars- sonar kaupfjelags- stjóra i Horna- firði; Haraldur, útgerðarmaður hjer, og Sigríður, ekkja í Kaup- mannahöfn. Pau Jón og Guðlaug bera árin vel. Er Jón enn þá fjörlegur á velli og ljettur í spori. Kunnugur. Guðlaug Halldórsdóttir. Jón Benediktsson. ströndinni hinumegin hafsins mikla bíður þú vina þinna. Það verður gott að hitta þig þar, eins og hjer. Einar sál. hreppstjóri var fæddur að Eyri í Reyðarfirði 2. jan. 1853 og ólst þar upp hjá foreldrum sinum. Naut hann fræðslu í heima- húsum og auk þess hjá Hólma-prestum, altjend hjá sjera Jónasi Hallgrímssyni einn vetur. Hann var bókhneigður alla ævi og las mikið, enda var hann fróður maður og vel að sjer um margt. Erlend mál lærði hann að miklu Ieyli af sjálfum sjer. Talaði hann hæði dönsku, ensku og frönsku. Árið 1877 (31. okt.) kvæntist hann Jónínu Halldórsdóttur, ágætri konu, norðlenskri að ætt. Ári siðar reistu þau bú að Bakkagerði í Reyðarfirði og bjuggu þar i 4 ár. Þaðan fluttust þau að Bleiksá í Eskifirði og 1882 að Seldal í Norðfirði, en 1888 að Nesekru í Norðfirði. Hreppstjóri varð Einar 1885 og gegndi því starfi til æviloka. Þau Einar og Jónína eignuðust 6 börn: stúlku, er dó í fæðingu; Baldvin f. 1882; druknaði 1920, ókvæntur; Halldór f. 1885, trje- smiður, kvæntur Eirúnu Jónsdóttur frá Akureyri og búa þau í Ekru; Þorsteinn f. 1888, ókvæntur; Geir, dó ungur; Jón f. 1893, gagn- fræðingur frá Akureyri, nú í Ameríku. — Jónína, ekkja Einars sál., lifir enn og er hjá börnum sínum á Ekru. Norðfirðingar minnast þeirra hjóna lengi. V.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.