Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 25

Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 25
Ó Ð I N N 73 Helgi Magnússon & Co. 25 ára. Siðastliðií' vor, 3. maí, átti hið stóra og þekta verslunarfyrirtæki Helgi Magnússon & Co. 25 ára afmæli. Það var stofnað 3. maí 1907 af Helga Magnússyni, Kjartani Gunnlaugssyni og Bjarnhjeðni Jónssyni járnsmið. En nálægt ára- mótunum 1907 og 1908 gekk sá síðastnefndi úr firmanu, og voru þeir Helgi og Kjartan einka- eigendur þess, þar til Knud Zimsen borgarstjóri gerð- ist meðeigandi þeirra í janúar 1910. Þessir þrír menn hafa átt firmað síðan. Helgi Magnús- son er fæddur í Syðra-Langholti í Hrunamannahr. 8. mai 1872. For- eldrar hans voru þau Magnús bóndi Magnússon (alþm. Andrjessonar) og kona hans, Katrín Jónsdóttir frá Kópsvatni. Helgi fór kornungur að heiman og dvaldist fyrst 1 ár í Reykjavík, en síðan um 9 ára skeið á Miðfelli í Hruna- mannahreppi á heimili föðursystur sinnar. Árið 1892 fór hann til Reykjavíkur, tvítugur að aldrí, til þess að læra járnsmiði, og lauk hann því námi á 4 ára tíma hjá ólafi járnsmið Þórðar- syni. Starfaði Helgi síðan við járnsmíðar í Reykjavík, þar til þeir fjelagar stofnuðu verslun sína árið 1907 eins og áður er getið. Kjartan Gunnlaugsson, annar meðeigandi firmans, er Reykvíkingur. Hann er fæddur hjer í bænum 16. júní 1884. Foreldrar hans voru þau Gunnlaugur prentari Stefánsson og kona hans, Ingveldur Kjartansd. Kjartan var snemma settur til starfa. Var hann fyrst aðstoðarmaður Knúts Zimsen, þáverandi bæjarverkfræðings, við mæling Reykjavíkur, og rjeðst síðan starfsmað- ur til Knuts Zimsen, er hann stofnaði ásamt Gísla járnsmið Finnssyni fyrstu járnverslun hjer í bæ; þar starfaði Kjartan síðan, þar til hann gerðist sjálfur kaupmaður árið 1907. Eigendur firmans hafa skift þannig með sjer verkum, að Helgi Magnússon hefur haft um- sjón með allri verklegri starfsemi, sem það hef- ur annast, Kjartan Gunnlaugsson hefur verið verslunarstjóri og Knud Zimsen hefur verið verkfræðilegur ráðunautur, þar til hann gerðist borgarstjóri 1914. Helgi Magnússon & Co. hafa verslað með allskonar tekniskar vörur, svo sem vatnsleiðsl- ur, skolpleiðslur og hitaleiðslur og hafa um langt skeið verið stærstu járnvöru- salar landsíns. Firmað hefur haft viðskiftasam- bönd við öll helstu lönd Evrópu. Helgi Magnús- son & Co. lögðu vatnleiðslur í fiest hús í Reykjavík, þegar vatnsveita bæjarins var lögð árið 1909. Mið- stöðvar hefurfirm- að lagt í afarmörg hús í Reykjavík og úti um land, og skulu hjer talin nokkur þau stærstu: Bún- aðarfjelagshúsið í Reykjavík, Landakotsspítal- inn í Reykjavík, Pósthúsið í Reykjavik, Lands- spítalinn í Reykjavík, Landsbanki lslands í Reykjavík, Edinborg í Reykjavík, Nýi barna- skólinn í Reykjavík, Landssímastöðin nýja í Reykjavík, Vífilstaðahælið, Laugavatnsskólinn, Reykjaskólinn, Barnaskólinn í Hafnarfirði, Spit- alinn í Hafnarfirði, Mjólkurbú Flóamanna og Valhöll á Þingvöllum. Helgi Magnússon & Co byrjuðu verslun sína i Bankastræti 6 og versluðu þar til 1926, en þá flutti verslunin í hið nýbygða stórhýsi firmans í Hafnarstræti 19 og hefur verið þar síðan. Nú í ár hefur stórt verslunarhús verið reist i Banka- stræti, norðan við það, móti gamla verslunar- húsinu. Mynd af þriðja eiganda firmans, Knúti Zim- sen borgarstjóra, ásamt æfiágripi eftir Klemens heitinn Jónsson fyrrum ráðherra, er í septem- berblaði óðins 1917. 0 Kjarlan Gunnlaugsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.