Óðinn - 01.07.1932, Page 33
ÓÐINN
81
rólega, eins og jeg væri að segja sögu. Það hljóðn-
uðu allir við og upp frá því var alt ágætt. — En á
öllum mínum ferðum um þvera og endilanga Dan-
mörku var þetta einasti staðurinn, þar sem mjer leið
illa, af því að talað var með kulda og keskni um
ísland. Alstaðar annarsstaðar mætti mjer hlýja og
áhugi fyrir íslenskum málum.
Mikil ánægja varð mjer það, þegar jeg kom til
Hafnar frá Kristjaníu, að hitta þar Bjarna Jónsson,
frá Mýrarholti. Hann var þá nýkominn til Hafnar
og vorum við saman öllum stundum, þegar jeg var
heima í Khöfn. Hann var kominn til háskólans að
stúdera guðfræði. FJeiri nýja stúdenta, nýkomna að
heiman, hitti jeg og átti þannig góðum vinum að fagna.
Síðasta hálfa mánuðinn var jeg um kyrt í Khöfn,
en átti að tala einhversstaðar á hverju kvöldi. A
þeim tveimur vikum var jeg mjög þjáður af höfuð-
verk og tannpínu. Jeg var orðinn mjög þreyttur.
Samt leið tíminn fljótt. Jeg ætlaði mjer að fara heim
með »Lauru«, er leggja átti af stað frá Khöfn á
laugardagsmorguninn þann 15, nóv., en það laugar-
dagskvöld átti að halda latínuskóla-fund hjá greifa
Moltke, í höll hans í Breiðgötu, og var jeg boðinn
þangað, og með því að jeg sá í blöðunum að eim-
skipið »Morsö« átti að leggja af stað til Islands
næsta morgun, slepti jeg að fara með »Lauru«, án
þess að spyrjast frekar fyrir. Jeg var svo um kvöldið
á fundinum, og næsta morgun var jeg með töskur
mínar kominn niður að höfn og fór út í »Morsö«.
Þar hitti jeg Christjansen, fyrv. skipstjóra á »Lauru«.
Hann gaf mjer þær upplýsingar, að þetta væri ekki
farþegaskip, væri í því engin »koja« fyrir ferðamenn.
Jeg sagði að jeg mætti til að fá far með því, því
mjer riði á að komast heim fyrir jól. Hann var hinn
versti og sagði, að svona væru íslenskir stúdentar;
þeir hjeldu að þeim væri alt fært, og sagði að jeg
gæti eins vel snúið aftur á land, Jeg sagðist ætla að
hafa tal af skipstjóra og fór snúðugt niður í skip.
Þar fann jeg skipstjórann að máli og tjáði honum
vandkvæði mín og hver nauðsyn mjer væri á að
komast heim. Hann tók vel undir það, en sagði samt
að þar væri ekkert rúm, nema jeg vildi gera mjer
að góðu að sofa á bekk í borðklefa hans sjálfs. Jeg
Ijet vel yfir því og sagði að það væri ágætt. »Já,
ágætt fyrir yður, en ekki eins ágætt fyrir skipstjórann*,
var sagt að baki mjer. Jeg sneri mjer við. Þar vár
þá Christjansen kominn. Jeg sagði, að ef skipstjóri
vildi vera svo góður, kæmi það ekki öðrum við. »Já,
og svo fáið þjer ekki eins góðan »kost« hjer og á
»Lauru«, sagði Christjansen. Jeg sagði að fleskið
Gísli ísleifsson skrifstofustjóri.
Hann andaðist hjer í bænum 9. september í haust,
eftir langvarandi vanheilsu, 64 ára gamall, fæddur á
Stokkalæk i Rangár-
vallasýsla 23. apríl
1868, sonur sjera ís-
leifs Gíslasonar, síð-
ast prests í Arnar-
bæli í Árnessýslu,
og konu hans, Kari-
tasar Markúsdóttur.
Gísli varð stúdent
1888 og tók próf í
lögum við Kaup-
mannahafnarháskóla
2. febrúar 1895 með
1. einkunn. Hafði
hann árið áður tekið
próf og fengið 2.
einkunn, en gerði sig
ekki ánægðan með
pað og tók pví prófið
upp aftur. 1896 var
hann settur málafærslumaður við IandsyBrrjetlinn, en
var skipaður sýslumaður i Húnavatnssýslu 27. október
1897. Gegndi hann pví emhætti lengi og sat á Blöndu-
ósi. Þar kvæntist hann Lucinde dóttur Johanns G.
Möllers kaupmanns. Þau fluttust síðar til Reykjavíkur
og varð hann pá skrifstofustjóri i fjármáladeild stjórn-
arráðsins og gegndi pvi embætti til dauöadags, en var,
eins og fyr segir, mjög bilaður að licilsu hin síðari árin.
En hann var prekmaður og bar pað vel, glaðlyndur,
vinsæll og vel látinn.
mundi varla vera saltara hjer, en á »Lauru«. Þá hló
hann og fór leiðar sinnar. — Svo lagði skipið af
stað og feginn varð jeg. Skip þetta var gamalt hró
og gangseint, hafði veltukili. Káeta skipstjórans var
fremur lítil, og meðfram borðinu var bekkur mjög
mjór og harður. Þar átti jeg að sitja á daginn og
sofa á nóttunni. Skipstjórinn hafði lítinn svefnklefa
þar innar af. Hann var roskinn maður og hafði aldrei
áður til Islands komið. Hann hjet Friisenetto og var
mjög alúðlegur, og reyndist mjer besti drengur á leið-
inni. Við fengum storma mikla til Edínaborgar og
var það oft, að jeg sá varla skipstjórann sólarhring-
um saman, svaf hann þá og mataðist uppi í klefa við
stjórnpallinn. Brytinn færði mjer matinn sjálfur, því
þar var enginn þjónn eða skipsdrengur. — Skipstjór-
inn átti hund stóran og fallegan. Hann varð mjer til
mikillar skemtunar. Hann var Iátinn jeta þar inni.
Jeg varð ekki lítið forviða við fyrstu máltíðina, þegar
skipstjórinn og jeg tendruðum pípur okkar. Þá stökk