Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 38

Óðinn - 01.07.1932, Qupperneq 38
86 ÓÐINN sjera Jóhann Þorkelsson, sem altaf varð meiri og meiri vinur minn og starfsins. Jeg dáðist æ meira og meira að honum því betur sem jeg kyntist honum, dáðist að stillingu hans og jafnlyndi, og þreki hans í hinu vaxandi starfi. Hann var sannauðmjúkur maður, sem aldrei taldi sjer ósamboðið að læra og fara eftir tillögum sjer yngri manns, og það var eins og hann vissi ekki að hann var að kenna hinum yngri og uppörfa hann á margvíslegan hátt. Jeg á, frá þeim árum og sjerstaklega síðar, honum meira að þakka, beinlínis og óbeinlínis, en flestum öðrum. Og mjer fanst altaf hann vera að vaxa í andlegum skilningi. Þegar jeg lít til baka á þessi ár, 1903 — 1905, finst mjer jeg sjá þau eins og í draumi, lífið fremur stór- viðburðalítið og óbrotið, en samt hver dagur líkt eins og hátíð; hver dagur hafði sitt efni og sína ánægju og tilbreytni í för með sjer. Fundirnir á sínuin vissu dögum, líkir hver öðrum og þó altaf eitthvað nýtt; bar- átta talsverð, bæði við fjárhaginn og í starfinu, einkum meðal þeirra yngri, sem gengu inn á brautir, sem fyrirsjáanlega gátu orðið þeim til tjóns. Vonbrigði um suma, vaxandi gleði af öðrum. — Latínuskólapiltar voru mjer mikil gleðilind; jeg hafði sjerstaka fundi fyrir þá tvisvar í mánuði og vóru þeir vel sóttir. Margir þeirra gerðust fjelagar og urðu fjelaginu til sóma, líka fyrir ástundun sína í náminu. Jeg átti marga dýrmæta vini á meðal þeirra. Jeg var líka fjárhaldsmaður ekki svo fárra og hafði unun af að fylgjast vikulega með í námi þeirra. — Jeg var fjár- haldsmaður þeirra, sem gengið höfðu inn í skóla aldamótaárið, og voru þeir mjer eins og synir: Guðmundur Kristinn Guðmundsson, frá Vegamótum, Konráð R. Konráðsson, Páll Sigurðsson og Arni Arnason. Þeir vóru allir prýðilegir piltar í námi sínu og mjög staðfastir fjelagar. Árni Árnason var að ýmsu þeirra fremstur. Hann var mesti námsmaður og framúrskarandi skyldurækinn; það var þá þegar helst að sjá, að hann færi eftir settum meginreglum í öllu, bæði í lestri og lífi. Hann stundaði Iíka fje- lagið vel, en mjer fanst þó, að það vera fult svo mikið af skyldurækt sem áhuga. Hann setti sjer strax í októberbyrjun, hve marga fundi hann ætlaði sjer að sækja og hvaða fundi, og veik aldrei frá því. Hann settist að lestri á ákveðnum tíma síðdegis og leit ekki upp úr honum fyr en hann var búinn; sögðu bekkjarbræður hans, sem lásu ásamt honum í skól- anum í heimavistinni, að það væri sama hvaða kliður eða órói ætti sjer stað, Árni sæi það hvorki nje heyrði, fyr en hann væri búinn að lesa; en þá gæti hann líka verið sá skemtilegasti í hópi fjelaganna, og hinn hjálpsamasti að útskýra með þeim.sem þess þurftu. Allir, sem með honum vóru, virtu hann og unnu hon- um. Á hverjum laugardegi kom hann með einkunna- bók sína, að láta mig undirskrifa hana. Jeg sagði stundum í gamni, að það væri ekkert gaman að sjá bókina, því aldrei væri nein hin minsta ástæða til að skamma hann fyrir neitt, því hann hefði ávalt hæstu einkunn í öllu, málum jafnt og stærðfræði. Hann var mjög strangur við sjálfan sig og leyfði sjer aldrei neinn óþarfa; jeg held að hann hafi alla sína skóla- tíð aldrei eyft svo miklu sem 10 aurum í virkilegan óþarfa. — Þó komst það upp um hann, er hann varð stúdent, að hann hafði reykt hálfa sigaretfu einu sinni. — Nú þori jeg ekki að lýsa honum meira, því jeg veit ekki hvernig honum líkar það. Mjer þótti, á þeim árum, ekki eins vænt um hann eins og suma hinna; mjer fanst nær því of mikið að gert um stefnufest- una, og var hræddur um að það mundi enda í þumbarahætti. — Seinna fann jeg að þetta var af öðrum rófum runnið. Hann var stóu-spekingur í hjarta. — Guðmundur Kristinn var mjer kærastur af þeim fjelögum, því að hann hafði lengst verið í kunnings- skap mínum. Allir þessir piltar voru svo mikill þáttur í lífi mínu þá, að jeg gat ekki komist fram hjá að geta þeirra. Þeir gerðu mjer alt til gleði. Eitt sinn kom einn þeirra til mín og sagði mjer frá, að honum hefði sinn- ast við einn kennarann og haft við hann djörf og óhlífin svör, af því að sjer hefði fundist kennarinn beita sig órjetti. Við töluðum saman um þetta, fram og affur, og fanst mjer að vinur minn hefði komið ósæmilega fram. Svo sagði jeg, þegar hann var að fara: Þú getur nú gert það, sem þú vilt í þessu, en kristinn drengur mundi fara heim til kennarans og biðja hann fyrirgefningar. — Nokkrum dögum seinna kom pilturinn til mín, mjög glaður, og sagði mjer að hann hefði farið til kennarans og alt væri nú gott þeirra á milli. Þá er og að minnast á alla þá gleði, sem starfið meðal sjómanna veitti mjer. Það voru meðal þeirra svo margir, sem urðu mínir ágætu vinir. Jeg hafði fundi tvisvar í mánuði með slýrimannaskólapiltum og voru það ágætiskvöld; jeg Iærði margt af þeim og fjekk miklar og margar ánægjustundir. Jeg naut einnig mikillar upplyftingar meðal sjómanna á skútunum og áfti góða vini meðal yfirmanna og háseta. Jeg hjelt samkomur fyrir þá, er þeir lágu inni á höfn, en mest gleði varð mjer samt að komu þeirra á sjómanna- stofuna; þar var oft þröngt á þingi og komu þangað bæði innlendir og útlendir sjómenn. Stundum komu

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.