Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 9

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 9
9 sem g’oðorðinu fylgdi, hefði staðið á „Völlunum11, sem svo eru nefndir, af því að vér vitum, að Valhöll, búð Snorra Sturlusonar, stóð þar1. Væri þá fyrri hlutinn dreginn af Oxará, því hún er mjög opt eigi nefnd annað en „á“, þegar um þingstaðinn er að ræða, og í samsettum orðum er sagt t. a. m. árbakki fyrir Öx- arárbakki. í sjálfu sér er það alls eigi óhugsandi, að goðorð gæti dregið nafn af alþingisbúð goðorðsins. Upprunalega voru goðorðin bundin við hofið, meðan heiðni var, en að öðru leyti voru takmörk þeirra eigi ákveðin og þau eigi bundin við neinn tiltekinn stað heima í héraði2. En þegar kristni var lögtekin og 1) St. 1878. YII. 85. og 104. k. sbr. 39. k. (I. b. 301., 327. og 233. bls.). Kr. Kaalund : Hist.-topogr. beskr. af Is- land I. 107. bls. Sigurður Guðmundsson: Alþingisstaður hinn forni 31. bls. 2) það hefir hingað til eigi, svo eg viti, verið tekið fram, hversu mikla þýðingu þetta hefir fyrir sögu lands vors á þjóðveldistímanum, og leyfi eg mér því að sæta þessu færi til að fara um það nokkrum orðum. Meðan goðorðin íölluveru- legu voru hofssóknir—ef svo má að orði kveða—þá höfðu þau sín eðlilegu takmörk, því að hver þingmaður sótti þá helzt til þess hofs, sem honum var hægast að sækja til, ef engar sérstakar ástæður mæltu á móti því. Meðan svo stóð, var óhugsandi, að nokkurt eitt goðorð gæti orðið mjög stórt, þar sem hverjum var frjálst að lögum, að segja sig í þing með hverjum, sem hann vildi, og hins vegar hlaut það að vera miklum örðugleikum bundið fyrir einn goða að þjóna fleirum hofum en einu, og var með því girt fyrir, að mörg goðorð gæti safnazt á eina hönd. Hofið var þá í raun og veru þunga- miðja hvers goðorðs; goðinn var þá fyrst og fremst hofgoði, og hið andlegavald, sem fylgdi þessari stöðuhans, var í raun- inni undirstaðan undir öllu hinu pólitiska valdi hans. Hin íslenzka stjórnarskipun var þannig frá upphafi reist á trúar- legum grundvelli; heiðnin var rót hennar og kjarni. þegar menn nú köstuðu hinum forna átrúnaði og hofin lögðust nið- ur, þá högguðust um leið máttarstólpar stjórnarskipunarinn- ar, og urðu þá afleiðingarnar að sýna sig fyr eða síðar; úr því hofin vóru lögð niður, þá vóru þar xneð fallnar hinar einu skorður, sem reistar vóru við því, að eitt goðorð gæti breiðzt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.