Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 39
39
3. Steinkol. f»au finnast mjög víða, í stórum lög-
um, sem hafa myndazt á hinu svo nefnda kolalaga
timabili (Carboniferous Period), þegar jurtaríkið stóð í
meiri blóma, en nokkru sinni fyr eða síðar. Til eru
ýmsar steinkolategundir; helztar þeirra eru kökukol,
Jlísakol og cannelkol.
Kökukol (Caking coal) eða bikkol hafa svartan
eða blásvartan lit, þau hafa glitrandi, og stundum
flöiels kendan gljáa, og þau brotna í teninga. þ»au hafa
nafn sitt af þvi, að þegar þeim er brent, þá bráðna
þau og verða að linri hálffljótandi köku, og upp af
þeim leggur mikið af gas, sem logar; rýkur þá upp
af því; og er loginn gulur. Ef slökt er á kolunum,
þegar alt þetta gas er farið úr þeim, þá verður eptir
dökkgrár, holóttur, skínandi líkami. f>etta er kallað
coke, og inniheldur það að mestu leyti hreint kolefni,
þar eð vatnsefnið og súrefnið, ásamt nokkru af kolefn-
inu, hefur gufað út sem gas. Coke stendur í sama
skyldugleika til steinkola, eins og viðarkol til viðarins,
og er til búinn á líkan hátt. Coke brennur eins og
viðarkol, með rauðri glóð, en með litlum eða engum
loga; það kviknar heldur seint í honum, og hann þarf
mikinn loptsúg til þess að hann brenni, en hann gefur
mjög sterkan hita, og brennur án þess að rjúkiafhon-
um, þessvegna er hann mikið hafður við gufuvélar,
og við útdrátt málma, og til ýmislegs annars verkn-
aðar. þ>ar eð kökukol gefa af sér mikið gas, þegar
þeim er brent, þá eru þau opt höfð einmitt til þess
að ná gasi úr þeim, sem þá aptur er haft til ljósmet-
is. J>essi kol eru mjög höfð til þess að hita með her-
bergi, einkum í Englandi, þar sem opnir ofnar eru
svo alment hafðir, því að þessi kol þurfa ekki svo
mikinn loftsúg, til þess að þau logi.
Flísakol (Splint coal) eða gufukol (Steam coal) eru
svört eða brúnsvört; gljái þeirra er líkur og á harpix,