Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 49

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 49
49 að, eða af því getur leitt loptbrest, ef ljós er borið inn í það herbergi, þar sem gasið er að brjótast út. Slík tilfelli eru samt sjaldgæf, og með tilhlýðilegri að- gæzlu má komast hjá þeim alveg. Gas er ekki ein- ungis brúkað sem ljósmeti, heldur einnig til að hita með hús, og til að sjóða við, og þykir það einnig þægilegur og ódýr eldiviður. Gas er miklu léttara en loptið, og er það því haft til að fylla með loptskipa- kúlur. Vér höfum séð, að þegar verið er að búa til gas, þá kemur einnig fram töluvert af tjöru og vatni, sem inniheldur ammonia, og að coke verður eptir í retort- unum. Alt þetta þrent eru mjög mikilsvarðandi efni. Coke er, eins og fyr er um getið, ágætur eldiviður, og er hafður í gasverksmiðjunum, til þess að hita með retort- urnar. Ammonia er dregið út úr vatninu, og fást úr því ýmisleg efni, sem höfð eru í læknislyf, og til ýmislegs verknaðar; og í akuryrkjunni er ammonia mjög mik- ilsvarðandi, þar eð það er eitt hið helzta áburðar- efni. Koltjaran, sem fyrst fæst, þegar verið er að búa til gas, er hreinsuð þannig, að hún er distilleruð' í járn-retortum, fyrst við vægan hita, en síðan er hitinn látinn fara vaxandi, eptir því, sem hreinsunin heldur áfram. Á þennan hátt fá menn Benzene (Benzol) og aðrar Naphtha-tegundir, sem hafðar eru til að upp- leysa guttapercha, olíur og fitu, til þess að ná fitublett- um úr fötum ; úr þeim fæst einnig mandel-olía og önn- ur ilmandi efni, einnig hin fallegu litunarefni, sem eru kölluð aniline- eður koltjörulitir— Carbolsýru, sem er brúkuð svo mikið til læknislyfja og til ýmislegs verkn- aðar, til þess að aptra sóttnæmi, og til að verja dýra- og jurtaefni rotnun, og sem að líkindum er hið bezta sóttvarnarmeðal, er menn þekkja — Naphthaline og Anthracene, sem gefa af sér mjög fögur og dýrmæt lit- unarefni, — og Bik, sem er hið fasta efni, sem verður Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.