Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 8
8
annars er rétt í handritunum og dregið af nokkru ör-
nefni. Menn hafa og leitað fyrir sér í vestanverðu
Húnavatnsþingi. Björn frá Skarðsá gat þess til, að
nafnið væri dregið af Völlum á Vatnsnesi; Guðbrand-
ur Vigfússon dregur nafnið af Ásgeirsá í Víðidal, því
að í Bandamannasögu er nefndur Styrmir goði að Ás-
geirsá, og Kaalund treystir sér eigi til að finna neitt
örnefni um þessar slóðir, sem goðorðið gæti verið
kent við1. f>að er nú hægt að sanna, að nafnið
hvorki getur verið dregið af Völlum á Vatnsnesi né
af Ásgeirsá. |>ví ef vér setjum, að „Ávellingagoðorð“
sé hið rétta nafn goðorðsins, þá hlýtur það að vera
leitt af nafnorðinu á (lat. amnis) og síðari hlutinn af
völlum, en fyrri hlutinn getur eigi verið kominn af
forsetningunni á (lat. in), því að það væri gagnstætt
lögum íslenzkrar tungu að tákna svo þá menn, sem búa
„á Völlum“, heldur mundu þeir vera nefndir Vellingar
eða öllu heldur Vallamenn (Vallnamenn) forsetningar-
laust. Vellir á Vatnsnesi hafa aldrei, svo menn viti, verið
nefndir „Ávellir" hvortsem átter við Ytri eða SyðriVöllu,
enda er þar engin á nálægt, sem bærinn gæti verið
kendur við, því að Króksá er lítilfjörleg á, og liggur
langt frá báðum bæjunum. Auk þess vita menn eigi
til, að Vellir hafi nokkurn tima verið höfðingjasetur í
fornöld. Hjá Ásgeirsá vantar aptur á móti „völlu“ þá, er
orðið gæti verið dregið af. Og ef „Eyvellingagoðorð“
væri hið rétta nafn, þá getur það því síður átt við þessa
2 bæi. Eigi þekki eg heldur neitt annað örnefni í
Húnavatnsþingi, sem „Ávellingar“ eða „Eyvellingar11
gæti verið kendir við. J>að hefir áður verið skoðun mín,
að nafnið væri dregið af þvi, að búð sú á fingvelli,
1) Kaalund : Hist. topogr. beskrivelse af Island II. b. 25.
bls. neðanmáls, sbr. »Tillæg og rettelser«. Safn til sögu Is-
lands I. b. 377. bls. sbr. »Leiðréttingar«. Bandam. s. 1. k.