Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 10

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 10
10 hofin lögðust niður, þá var goðorðið eigi framar að lögum bundið við neinn stað heima fyrir, að öðru leyti en þvi, að það heyrði undir eitthvert tiltekið þing* og máttu þó goðarnir eiga þingmenn utan þings. Aptur á móti verður eigi betur séð, en að á alþingi hafi sama búðin — að minsta kosti optast nær — fylgt hinu sama goðorði, og alþingisbúðin var þannig á hin- um siðari tímum hinn eini fasti staður, sem goðorðið var bundið við, og var eigi óeðlilegt að kenna goð- orðið við búðina, ef hún stóð á einhverjum einkenni- út um of innanþings, og að einn goði gæti lagt undir sig fleiri goðorð, og hlaut þá jafnvægið að raskast smátt og smátt. Fám úrum eptir það, að kristni var lögtekin, vóru ný goðorð stofnuð, sem eigi vóru bundin við neitt hof. Slíkt hefði menn eigi getað hugsað sér nokkrum árum áður. Upp frá þessu safnast fleiri og fleiri goðorð á eina hönd, og á 12. öld eru Oddaverjar svo að segja einráðir á alþingi, líkt og Mediciættin var í Florents, af því að þeir höfðu lagt undir sig svo mörg goðorð í kring um sig, og lágu þar að auki svo vel við alþing- isstaðnum, að þeir gátu ráðið þar lögum og lofum. Um 1200 ræður Kolbeinn Tumason öllum Skagafirði og meiri hluta Húnavatnssýslu, og hefir ríki hans þannig náð yfir ein 5 eða 6 goðorð (þrjú full og forn goðorð og ef til vill I nýtt goðorð í Skagafirði, og að minsta kosti 2 goðorð, og bæði forn, í Húna- vatnsþingi). það er nú auðséð, hvílík áhrif slíkur höfðingi hefir hlotið að hafa á lögréttuskipunina, en þó einkum á dómnefnu, því að Kolbeinn hefir hlotið að nefna alt að því helming allra dómanda fyrir Norðlendingafjórðung, og á vorþingum í héraði hefir hann verið alveg einvaldur. þetta var alls eigi samkvæmt anda hinnar fornu stjómarskipunar, sem var, að allir goðar, þeir sem forn goðorð áttu og full, skyldi hafa jafnmikil völd á alþingi, að því einu undanteknu, að goðorðin í Norðlendingafjórðungi vóru nfjórðungi skerð« að alþingisnefnu, sakir þess að þau vóru fleiri en í hinum fjórð- ungunum. Eptirþví sem áleið, varð ástandið verra og verra, og á Sturlungaöldinni sjálfri mætti tilfæra mörg dærni. Eg skal að eins taka fram eitt, en það er ríki Kolbeins unga eptir víg Snorra Sturlusonar, af því að það snertir þetta mál. Hann hefir þá ráðið einn allri dómnefnu og lögréttuskipun fyrir Norðlendingafjórðung, og um stund jafnvel líka fyrir V estfirðingafjórðung.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.