Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 65
65
þola við með fingri í mjólkinni, byrgja svo vel þélakymuna, að
gufan fari sem minnst upp úr. Nú verður opt að sitja lengi
yfir mjólk, þar til hún er mátulega köld orðin, því ekki má
kæla með annari mjólk ; er því bezta ráðið að hleypa mjólk-
ina í heitara lagi, hræra vel í henni, og láta svo hlemminn
ekki nema til hálfs yfir kyrnuna; við þetta sparast tími, en
skyrið verður þar fyrir eins gott. Onnur aðferð er sú, að fióa
mjólkina vel, hella henni svo í kerald eða sá, sem skyri á að
safna í, hleypa hana þar, hræra vel í mjólkinni, láta því næst
í hana skál eður annað opið ílát, sem af íhrærslunni eða
snúning mjólkurinnar verður í miðjum sánum. Nær skyrið
er hlaupið, er skálin tekin upp, og misan, sem sígur í far
hennar, jafnótt uppausin. Undir eins og skyrið er orðið full-
kalt, er skálin látin aptur í sitt fyrra far, heitri mjólk helt í
hana og hleypt á ný eins og áður, og er þannig fram haldið,
þar til fullsafnað er í sáinn eptir efnum og tilætlan, nema
skálin er ekki brúkuð við síðasta rennslið. Skal þá bræða yfir
smjöri; það eyðir skyri minnst, og er þar fyrir ávalt manna
matur, en með aðrar yfirbræðslur verður ætíð að tví- og þrí-
nóna við. Eigi án matareyðslu að varna ólgu í skyri, er gott
að setja stöng í mitt skyrkeraldið ofan í botn, og láta hana
þar vera, til þess ólgan fer úr og skyrið hjaðnar.
Sú almennasta aðferð 'er að síá skyr, og verður það því mat-
meira, sem það er betur síað; má aptur drýgja það með ýmsu
á vetrardag, bæði mjólk, nýju skyri, volgu vatni — sem þarf
temprunar við, ef notalegt á að vera — alls konar grautum úr
jarðaraldinum, fjallagrösum, fjörugrösum, skarfakáli, káli, hei-
mula o. fl.; með þessu má drýgja skyrið til helminga, en til
þriðjunga með berjum, hrognum, sundmögum. Sumstaðar
er skyr ekki síað, heldur er þess neytt eins og það kemur úr
þélakyrnunni. Hafi mjólkin nú þar á ofan verið vatnsblönd-
uð og illa flóuð, svo þetta verður mestmegnis glundrið eitt,
þá er sá matur óheilnæmur, og hefi eg reynsluna fyrir því, að
þetta mataræði leiðir af sér köldu, vatnsbjúg og jafnvel
holdsveiki.
Nokkrir safna ekki skyri, en búa til súrmjólk eður sam-
Xímarit hins íslenzka bókmentafélags. II.
5