Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 54
54
innihalda mikið bitumen, og sem finnast í stórum lögum
á Skotlandi, eru hafðir til þessa; hvorttveggja er hitað
í járn-retortum, á mjög líkan hátt og kolagas er tilbú-
ið, að því undanteknu, að hitinn, sem til þess þarf, er
ekki nærri svo mikill; til að búa til kolagas er brúk-
aður ljósrauður hiti, en þegar verið er að búa til paraf-
fin, mega retorturnar aldrei roðnaafhita. Olían kem-
ur út úr retortunuui sem gufa, og er hún leidd gegn-
um pípur; í þeim kólnar hún og þéttist, og verður að
óhreinsaðri paraffinolíu. James Young varð fyrstur til,
árið 1850, að búa til paraffinolíu, og árið 1873 var
meira en 750,000 tunnur af paraffin búið til á Skot-
landi. J>essi olía er því nær eins og Ameríkanska
olían, og hún er hreinsuð á líkan hátt, og gefur af
sér hin sömu efni, nefnilega naphtha, brennsluolíu og
áburðarolíu og fast paraffin. Auk þess kemur úr henni
mikið af vatni, sem inniheldur ammonia, eins og þeg-
ar verið er að til búa kolagas, og af þvi er ammonia
dregin út og brúkuð til þess, sem áður er um getið.