Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 24
24
gengið í ætt Ævars og Holta landnámsmanns1. Vist
er um það, að Bandamannasag'a getur um þórarin
spaka Langdolagoða, og að þ>órarinn þessi er talinn
Qórði maður frá Holta, og eins vist er hitt, að Gríss
Sæmingsson frá Geitaskarði í Langadal er talinn þing-
maður Húnröðar Véfroðarsonar Ævarssonar hins
gamla, og að bæði Vatnsdola og Hallfreðar saga segja,
að Húnröðr hafi búið að Móbergi í Langadal, og þar
telur og Landnáma föður hans Véfroð2. það getur
verið, að þ>órarinn spaki, sá er nefndur er í Banda-
mannasögu, haíi átt goðorð í Langadal á þeim tima,
sem Bandamanna saga fer fram; það eru svo litlar
sögur til frá þeim tima, að það er eigi hægt að sjá,
hvort sagan hefir rétt fyrir sér, en ekki hefir sú saga
hið bezta orð á sér. En hitt er alveg ósannað og
meira að segja ólíklegt, að nyrðsta goðorðið i Húna-
vatnsþingi hafi að staðaldri eða frá upphafi gengið í
ætt þeirra Ævars og Holta, og þar sem Guðbrandur
Vigfússon ætlar, að þórarinn sá, er getið er um í Heið-
arvígasögu, hafi verið af ætt Holta, þá er það alveg
á móti Landnámu og Bárðarsögu Snæfellsáss. Land-
náma segir, að þorgils gjallandi hafi komið út með
Auðunni skökli, og hafi þ>orgils verið faðir „þ>órarins
goða“, og í Bárðar sögu er sagt, að J>órarinn spaki,
„fóstri Vígabarða“ hafi verið son þ>orgils gjallanda, og
í Heiðarvígasögu er þórarinn lika nefndur goði3. þ>að
eru allar líkur til, að nyrðsta goðorð þingsins hafi í
1) Safn til sögu íslands I. b. 385. bls.
2) Bandam. s. 9. bls. (útg. 1850). Landn. 3. p. 5. k. (ísl.
s. I. b. 186. bls.). Hallfreðar s. 10. k.; Vatnsd. s. 47. k.
(Fomsögur Leipz. 1860, 109. og 77. bls.), sbr. Fms. III. b.
20. bls.
3) Landn. 3. p. 1. k. (ísl. s. I. b. 171. bls.). Bárðar s.
12. k. (25. bls. í útg. Guðbr. Vigfússonar). Heiðarv. s. 23,
k. 340.—341. bls.