Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 37

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 37
37 ast ofan á þær, þá missa þær smámsaman vatnsefnið og súrefnið, sem í þeim var, en halda eptir meirum hluta af kolefninu, og að þessi breyting gjörir hið upp- runalega trékenda efni að meira eða minna dökkleit- um, hörðum, þéttum og steinkendum iíkama, og er það komið undir timalengdinni og öðrum kringum- stæðum, sem að breytingunni vinna, hvort þessi lík- ami verði að mó, lignit, kolum eða anthracit. Vatns- efnið og súrefnið, sem fara úr hinu trékenda efni, sam- einast að nokkru leyti, og mynda vatn; en þau sam- einast einnig að nokkru leyti kolefninu, og mynda tvö loptefni, kolsýrulopt og kolavatnsefnislopt (mýrarlopt), og eins og við er að búast, þá finna menn ætið þess- ar lopttegundir koma fram úr mómýrum og kolanám- um ; hið síðarnefnda, kolavatnsefnisloptið, er það kvikn- unarlopt, sem leiðir af sér hina háskalegu loptbresti, sem stundum koma fyrir í kolanámunum. Eins og fyr er um getið, eru til ýmsar tegundir af kolum, og það er þess vert, að lýsa stuttlega hin- um helztu tegundum, og um leið að skýra frá mónum, sem ekki er ástæðulaust að skoða sem eins konar kol. 1. Mór. Mórinn er mjög misjafn að útliti; hann er mjög misjafnlega harður og þéttur, alt eptir því, hversu gamall hann er. Ungur mór, það er að segja, sá mór, sem finnst skamt fyrir neðan yfirborð mýrarinnar, sýnir auðsjáanlega, að hann hefir upptök sín frá jurtaríkinu, þar sem hann er myndaður af rótum, stönglum og laufum jurta, sem þjappað er saman, og hefir hann ýmsa liti, frá ljósbrúnum til dökkbrúns. En þvi eldri, sem mórinn er, það er að segja, þvi dýpra, sem hann liggur niðri í jörðunni, því minni vott um jurtaríkið ber hann í sér, þangað til vér seinast fáum harðan, þungan og svartan líkama, sem hefir tjörugljáa í sár- inu, og sem talsvert líkist sumum kolategundum, sem vér seinna skulum tala um, nefnilega lignit. Mórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.