Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 6
158 að gjöra þenna samanburð sem nákvæmastan. Hjá þessum tví- og þrímynduðu blómum kemur þá fram nokkurs konar óskilgetið afkvæmi af æxlun mis- langra tímgunarfæra, og þessi óskilgetnu börn eru þá að öllu eðli sínu bastarðar innan einnar tegund- ar, en hinir vanalegu bastarðar eru afkvæmi tveggja tegunda, sem þar er einnig komið fram við óeðli- legt samræði. Af þessu sést, að ófrjósemi af- kvæmisins er engan veginn bundin við, að foreldr- arnir sjeu sinn af hvorri tegund; að það er visst samband milli eðlis bastarðanna og hins óskilgetna afkvæmis hinna þrímynduðu blóma; og í þriðja lagi, að tví- og þrfmynduð blóm geta af sér ófrjósamt af- kvæmi að eins þegar æxlunin fer eitthvað í ólagi. Af þessu getum vér ráðið, að það er eingöngu bygging og eðli æxlunarfæranna, sem mest er kom- ið undir í þessu tilliti; önnur bygging plöntunnar eða dýrsins hefir miklu minna að segja. J>að sést líka af rannsóknum Darwins, Gártners o. fl., að af- brigði eru engan veginn ætíð frjóvsöm, og heldur ekki kynblendingar afbrigða; náttúrufræðingar hafa fyrrum talið það aðalmismun á afbrigðum og teg- undum, að tegundir væri ófrjósamar sín á milli, af- brigði allt af frjósöm; en þetta er engan veginn al- gild regla, heldur er í þessu sem öðru sífelld stig- breyting; niðurstaðan hefir Hka orðið skökk, af því ályktanirnar voru rangar, því margir náttúrufræð- ingar töldu þau afbrigði, sem voru ófrjósöm, teg- undir, þó þau að öðru leyti vantaði öll þau einkenni, er gæti gert þau að sérstökum tegundum. Bastarðar tegunda og kynblendingar afbrigða eru að mörgu leyti mjög líkir; menn',hafa meðal annars talið það mismun milli þeirra, að kynblend- ingar eru vanalega breytilegri frnman af en bast- arðai; en þetta er þó f raun réttri ekki svo mikill

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.