Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 7
159
mismunur; því bastarðar jurtategunda, sem lengi
hafa verið ræktaðar og bastarðar skyldra tegunda
eru nærri eins breytilegir eins og kynblendingar;
þarna sést þá líka stigbreyting milli afbrigða og
tegunda, og stendur þetta allt í nánu sambandi við
breytingar þær, sem verða á æxlunarfærunum.
þessi sömu lögmál koma einnig fram hjá dýrunum;
en þar er miklu örðugra að rannsaka slíka hluti,
því allt er hér miklu margbrotnara ; yfir höfuð að
tala er mikil líking milli afkvæmis tegunda og af-
brigða ; þetta væri mjög undarlegt, ef menn hugs-
uðu íjer hverja tegund skapaða fyrir sig, en verður
mjög skiljanlegt, ef menn eru á þeirri skoðun, að
eingöngu sé stigbreyting milli afbrigða og teg-
unda, og að tegundirnar séu myndaðar smátt og
smátt.
8. Lífið d fyrri jarðöldum. þegar menn líta
yfir dýra- og jurtalífið í heild sinni, og raða teg-
undunum í fræðikerfi eptir skyldleika, sést það fljótt,
að röð hinna núlifandi lifandi hluta víða er slitin;
þar vantar marga milliliði, sem menn gætu búizt
við að til væru. pessi vöntun er að mestu leyti
komin fram af eðlisúrvali náttúrunnar sjálfrar; því
nýjar hentugar tegundir þrífast og dafna, en margir
milliliðir, sem eigi samsvara lífsskilyrðunum, deyja
út. Menn gætu því búizt við, að finna i jarðlögun-
um óteljandi milliliði, leifar útdauðra dýra ogjurta,
sem fylla skörðin í röð þess, er nú lifir, enda finnst
meir og meir af slíkum leifum, eptir því sem jarð-
lögin eru betur rannsökuð. f>ó geta menn sjaldnast
vonazt eptir beinum milliliðum milli tveggja skyldra
tegunda, heldur miklu fremur eptir milliliðum milli
hvorrar af þessum tegundum og frumtegundarinn-
ar, sem þær eru báðar komnar af; menn geta t. d.
eigi búizt við, að finna beina tengiliði milli hests