Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 8

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 8
160 og tapfrs, heldur milliliði frá hvorri þessari tegund til frumdýrsins, sem báðir eru komnir af; þetta frumdýr hlýtur að hafa haft ýmsa almenna eigin- legleika, sem voru sameiginlegir fyrir það og báðar þessar afleiddu tegundir, en hefir þó að öllum lík- indum að mörgu leyti verið ólíkt báðum. Til þess að úrvalning náttúrunnar gæti fram- kvæmt svo miklar breytingar á tegundunum, sem orðið hafa, verður verkatíminn að hafa verið geysi- langur, enda hafa jarðfræðingar sannað, að jarð- myndunin. síðan lifandi verur komu fram á jörðunni, hefir tekið geysilangan tima. Hvar, sem litið er á jörðina, sést það glöggt, að ummyndanir jarðar- skorpunnar verða ekki allt í einu, heldur á löngum tíma. Hver sem vill, getur t. d. séð þess merki á brattri sævarströnd; brimið brýtur stórgrýti úr klett- unum, veltir því og nýr af þvi hornin eða brýtur það í sundur; úr steinunum verður smátt og smátt sandur og leir; en þetta tekur langan tíma; þó ein- hversstaðar brotni af landinu, þá sér þess ekki veru- lega merki nema á heilum öldum pó sést það sumstaðar, ef nákvæmlega er skoðað, að sævar- bylgjurnar hafa brolið niður heil lönd og fjallgarða og jafnað yfir. Hve ógurlega langan tíma hefir ekki lækjarsprænan þurft til þess að grafa sér hyl- dýpisgljúfur, hve lengi hefir áin verið að mynda dal eða fylla fjörð eða vatn mpð framburði sínum; og þó hefir þetta gerzt á örstuttum tíma, þegar það er borið saman við alla sögu jarðarinnar. Sumstað- ar eru mörg þúsund feta há fjöll, mynduð af ein- tómum núnum hnullungum; himinhá fjöll og víð- áttumikil héruð hafa sorfizt niður til agna af vatns- rennsli og sævarróti, til þess að fram leiða þessi jarðlög, og svo hefir vatnið aptur á nýjan leik grafið niður í þau dali og gljúfur; þetta hefir tekið sig

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.