Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 10

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 10
162 tfmalengd. Croll segir því til skýringar : ef maður tek- ur mjóa pappírsræmu 83 feta og 4 þumlunga langa, festir hana t. d. á húsvegg og markar svo á öðr- um endanum tíunda hluta þumlungs, þá er þessi tíundi hluti hundrað ár, en öll pappírsræman miljón ára. Ef maður nú hugsar um þetta og um leið minnist þess. að menn hafa á nokkrum árum getað breytt tegundum alidýra með kynbótum, þá má í- mynda sér, hverju náttúran getur til leiðar komið með úrvalning sinni á miljón ára, þó hún fari hægra. J>ekkingin á steingjörvingum fyrri jarðalda er enn þá á mjög lágu stigi; þó margt hafi fundizt merkilegt á seinni árum, þá hlýtur það þó að eins að vera lítilfjörlegur hluti þess, sem finna má. J>að er sára lítill hluti jarðarinnar, sem hefir verið ná- kvæmlega rannsakaður: nokkur hluti Európu og dálítið af Norðurameríku, og þó finnast allt af nýir og nýir steingjörvingar í þessum löndum, sem bezt eru rannsökuð ; hvílíkan aragrúa af forndýrum og fornjurtum mundu menn eigi finna, ef öll löndjarð- arinnar væru jafnvel rannsökuð eins og Európa. Samt sem áður eru lítil líkindi til þess, að menn fyndu leifar allra dýra- og jurtategunda, sem verið hafa, þó menn græfu sundur alla jarðarskorpuna; margar lifandi verur hafa ekki látið eptir sig nein- ar menjar. Hold og mjúkir líkamshlutar rotna og hverfa, skeljar og bein eru hið eina, sem geymzt getur til seinni tíða; þó geta þessir hörðu hlutir líkamans líka horfið; skeljar leysast sundur á marar- botni í djúpum sæ, þar sem leir eigi jafnóðum hyl- ur þær; kolasúrt vatn, sem rennur gegnum jarðlög- in, leysir sundur kalkið í skeljum og beinum o. s. frv. Auk þess eru stórir dýraflokkar beina- og skeljalausir, svo þeir láta ekki eptir sig neinar

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.