Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 12
164
ber Darwin ssman Malaya-eyjar og Európu. Svæði
^það, sem Malaya-eyjar ná yfir, er á stærð við Eu-
rópu frá Knöskanesi suður að Miðjarðarhafi og frá
Englandi til Rússlands ; svæði þetta er með öðrum
orðum einsstórt og sá hluti jarðar, sem bezt er þekkt-
ur í jarðfræðislegu tilliti. A milli eyjanna eru breið
og grunn sund, og er þar því líkt háttað, eins og
var í Európu fyrmeir, á „tertiera“ tímanum og áð-
ur. Nú hefir lífið óviða náð öðrum eins þroska,
eins og á þessum eyjum; en þó menn söfnuðu sam-
an öllum tegundum, sem þar eru, þá mundu menn
þó hafa mjög litla hugmynd um náttúrusögu allrar
jarðarinnar. Ef þessar tegundir yrðu að steingjörv-
ingum, þá væri öll ástæða til að halda, að þessir
steingjörvingar gæfu enn þá minni hugmynd um
jarðlífið, margar tegundir landdýra mundu hverfa
gjörsamlega o. s. frv. Menn geta því ekki búizt
við að fá nána hugmynd um allan þann aragrúa
af millumliðum tegunda, sem áður hefir verið til, úr
því rannsókn jarðlaganna er enn svo stutt á veg
komin.
í sumum jarðlögum hafa menn fundið heila dýra-
flokka, sem engin merki hafa sézt af l eldri jarð-
lögum, og telja sumir jarðfræðingar það mikla sönn-
un móti kenningu Darwins um uppruna tegund-
anna; en hér verða menn aptur að gæta þess, hve
lítinn hluta jarðarinnar vér enn þá þekkjum; það
þarf ekki að taka neitt mark á því, þó tegundirnar
komi svo skyndilega fram í einhverju jarðlagi, því
forfeður tegundanna geta hafa þróazt einhversstaðar
annarstaðar í fjarlægum héruðum, og auk þess hefir opt
geipilangur tími liðið á milli myndunar jarðlaga, sem
hvert liggur ofan á öðru, og þær lifandi verur, sem
til hafa verið í því millibilsástandi, hafa engin merki
látið eptir sig. Menn hafa lfka séð á seinni árum,