Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 13

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 13
165 að forfeður ýmsra dýraflokka, sem menn héldu að allt i einu hefðu komið fram, hafa fundizt annars- staðar í eldri jarðlögum. Til skamms tíma héldu menn, að spendýrin hefði skyndilega komið í ljós á tertiera-tímanum, en nú vita menn, að frumfeður spendýranna eru miklu eldri, og leifar af poka- dýrum hafa jafnvel fundizt í „trías“-lögum. Eins höfðu menn áður fundið leifar ýmsra fuglategunda í „eocene“-lögum, og héldu, að sá dýraflokkurværi eigi eldri, en siðan hafa miklu eldri fuglategundir fundizt, t. d. frá krítartímanum, og Archœopteryx frá júra-tímanum. pegar Darwin ritaði hina nafnfrægu bók sína um skelskúfana (Cirripedia), þekktust engir steingjörvingar af þeim flokki eldri en frá tertiera- tímanum, og hélt hann því sjálfur, að þeir hefðu þá fyrst komið fram ; en litlu eptir að bókin kom út, fann H. Bosquet steingjörva skelskúfa i kritar- lögum i Belgíu. Mörg fieiri dæmi mætti færaþessu til sönnunar, því steingjörvingafræðinni hefir fleygt fram stórkostlega á seinustu 20 árum. í hinuro elztu jarðlögum, sem dýraleifar hafa fundizt í, í cambríu- og silúríu-lögum, hafa menn fundið marg- ar tegundir hinna lægri dýra; þar koma snögglega fram ýmsar aðaldeildir dýraríkisins, án þess menn hafi fundið frumdýr þau, sem þær eru komnar af. J>etta mælir móti kenningu Danvins og er mjög örðugt viðfangs; því dýr þessi gætu eptir hans kenningu ekki verið orðin svo fullkomin, nema önn- ur enn þá lægri dýr liefðu áður verið til, enda eru ýmsar líkur til þess að svo hafi verið, þvf í miklu eldri jarðlögum hins líflausa tíma hafa menn fundið töluvert af kolefni í ýmsum formum, fosforsambönd o. fl., sem Hklega standa f sambandi við hið fyrsta frumlíf jarðarinnar. Hin lægstu dýr hafa líka eflaust verið svo sköpuð, eins og mörg hinna lægri dýra

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.