Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 18
170 flokkanna ; menn hafa t. d. fundið steingjörvar hestategundir með mörgum tám, og eru það for- feður þeirra hesta, sem nú lifa’, og margt fleira hefir fundizt, svo nú má nákvæmlega rekja ættar- tölu flestra hófdýra og þykkskinnunga. Sækýrnar eru sérstakur dýraflokkur, ólíkur flestum öðrum spendýrum; á þeim vantar algjörlega apturlimi, en að sumu leyti eru þær í byggingu líkar hófdýrum, enda hefir fundizt milliliður milli þessara flokka: fom- flýrið Halietlierium. Hvalirnir eru mjög ólíkir öðr- um spendýrum; en þó hafa menn fundið milliliði milli þeirra og rándýra, sem f vatni lifa, t.d. Zeug- lodon og Squalodon frá tertiera-tímanum. Nú á seinni árum hafa menn fundið fleiri og fleiri tengi- liði milli fugla og skriðdýra, t. d. Archæopteryx, og tannfuglana (odontornilhes), sem fundizt hafa í krít- arlögum í Ameríku. A!lur þessi skyldleiki milli dýra þeirra. sem nú lifa, og þeirra, sem áður voru uppi á ýmsum tímabilum jarðsögunnar, væri alveg óskiljanlegur, nema menn ímynduðu sér, að hver tegundin væri fram komin af annari, og fullkomn- unin og breytingin orðið við úrvalning náttúr- unnar. þ>ess hefir áður verið getið, að það er hagnað- ur fyrir hverja tegund, að líffærin verði sem marg- brotnust og sem hentugust eptir þeim náttúruhlut- föllum, sem tegundin lifir undir ; úrvalning náttúr- unnar stefnir allt af að því, að gjöra hverja skepnu sem fullkomnasta í hinu einstaka. þ>ó kemur það fyrir, að byggingin helzt sem einföldust undir sér- stökum kringumstæðum, eða að liffærunum jafnvel fer aptur, af þvi það stundum getur verið heppilegt 1) Bókmenntafélags-tímarit 1882, bls. 95 —96. Jarðfræði 1889, bls. 61—62.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.