Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 19
171
fyrir tegundina. Ef dýr og jurtir frá ,tertiera“-
timanum ættu að keppa við dýr og jurtir, sem nú
eru, mundu þær eflaust hafa miður, en þær mundu
aptur sjáifsagt sigra tegundir frá eldri jarðöldum.
Menn geta líka búizt við, að líffærabygging eldri
dýra sé ófullkomnari en hinna, er seinna hafa skap-
azt, enda munu allir jarðfræðingar vera á eitt sáttir,
að svo muni hafa verið, þó sjaldnast sé hægt að
sanna það, enda eru menn ekki ásáttir um, hvað
fullkomnun er; einum sýnist þetta, öðrum hitt. í>að
er og mjög örðugt að dæma um byggingu forn-
dýranna, þegar menn ekki einu sinni með fullri
vissu geta ráðið úr því, hvað er þýðingarmest í
byggingu þeirra dýra og jurta, sem nú lifa; smá-
vegis atvik og ósýnilegar breytingar í líffærunum
geta valdið því, að ein tegund verður annari yfir-
sterkari. Dýr og jurtir þær, sem flutzt hafa frá
Európu til Nýja-Sjálands, hafa viða eytt og útrýmt
þeim tegundum, sem áður voru þar í landi, en ekki
ein einasta tegund af suðurhveli jarðar hefir getað
setzt að í Európu að staðaldri. Ef allar jurtir, sem
nú vaxa á Englandi, væri fluttar til Nýja-Sjálands,
væri öll líkindi til, að þær rnundu tortíma flestum
tegundum, sem þar eiga heima, en þó jurtagróður
Nýja-Sjálands væri fluttur til Englands, inundi það
engin áhrif hafa gagnvart þeim tegundum, sem þar
eru fyrir. Af þessu mætti ætla, að tegundirnar frá
Európu væri fullkomnari að byggingu en hinar; en
þó getur enginn enn sem komið er sagt með vissu,
hvernig á þessu stendur, eða bent á þau afbrigði
tegundanna, sem gjöra þær svo sigursælar. f>að er
þvi ekki von, að menn geti með fullri vissu talað
um fullkomnun líffæranna hjá þeim tegundum, sem
fyrir löngu eru horfnar af jörðunni. Agassiz og
margir fleiri hafa sýnt fram á, að bygging hinna