Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 20

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 20
útdauðu dýra er að mörgu leyti lik fósturbyggingu þeirra dýra, sem nú eru, og fullkomnun hinna eldri tegunda er jafnhliða framförum fóstursins hjá þeim dýrum, sem nú lifa. J>etta er alveg samkvæmt kenningum Darwins. Fóstrið er á ýmsum stigum eptirmynd þeirra forfeðra, sem tegundin hefir átt á fyrri jarðöldum. Náttúrufræðingurinn Clift hefir fyrir löngu sýnt fram á það, að hinar steingjörvu spendýraleifar, sem finnast í hellrunum á Nýja-Hollandi, eru mjög svipaðar þeim pokadýrum, sem enn lífa þar í landi. Fins sést það í Suður-Ameríku, að tannleysingjar, sem þar finnast í jörðu, eru að mörgu mjög líkir þeim dýrum, sem eiga þar heima, svo af því má ráða, að dýrin í þessum löndum eru breytt af- kvæmi þeirra dýra, sem þar voru áður á hinum seinni jarðöldum. Hið sama sést, ef menn bera saman steingjörva fugla á Nýja-Sjálandi og í Brasi- líu við hina lifandi fugla; Owen hefir sýnt, að hið sama lögmál lýsir sér í dýraleifum Európu, og Woodivard hefir séð merki hins sama, með því að bera saman skeljar, fornar og nýjar, þó það sjáist þar eigi eins glöggt, af því skeljategundirnar út- breiðast svo víða af sævarstraumum. Sama lög- málið sést hjá fornum og nýjum landskeljum á Ma- deira, hjá skeldýrum í kaspiska hafinu og Aral- vatninu og víðar. þetta er eðlilegt eptir úrvals- kenningunni; því tegundir í hverju landi hljóta eptir henni á næstu jarðöldum að verða líkar forfeðrum sínum; en þegar lengra líður frá og mikil breyting hefir orðið á legu landa og hafa, færast tegundirn- ar til, svo það þarf alls ekki að vera, að þær teg- undir, sem nú lifa í einhverju landi, séu mjög lfkar þeim, sem þar hafa lifað fyrir löngu. þ»ó er eng- in ástæða til að halda, að hin smávöxnu skeldýr.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.