Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 21
173
dræmingjar og beltisdýr í Suður-Ameríku, séu beinir
afkomendur hinna miklu skrýmsla af sama flokki
(t.d. Megatherium), sem þar lifðu seinast á tertiera-
tímanum: þessi stóru dýr eru dáin og hafa ekkert
afkvæmi látið eptir sig, en í hellrunum í Brasilíu
eru leifar af mörgum forndýrum, sem að stærð og
öðru sköpulagi eru náskyld þeim dýrum, sem þar
lifa nú, og það eru öll líkindi til, að sum þeirra séu
forfeður þeirra dýra, sem nú eiga þar heima. Eptir
kenningu Darwins eru aliar tegundir af sama kyni
(genus) komnar af sömu tegund, svo ef t. d. í jarð-
lögunum fyndist kyn með 6 tegundum, og svo koma
fram jafnmargar skyldar tegundir í næstu jarð-
myndun á eptir, þá eru einmitt mest líkindi til, að
þær séu komnar af einhverri einstakri tegund af
þessu kyni, en eigi af öllum eða fleiri; hinar eru
dánar og horfnar, án þess að láta eptir sig af-
kvæmi. Hjá dýraflokkum, sem eru að ganga úr
sér og fækka á seinustu jarðöldum, eins og tann-
leysingjarnir, er einmitt eðlilegast, að sem fæstar
tegundir hafi látið eptir sig afkvæmi.
9. Útbreiðda jurta og dýra. f>egar menn skoða
útbreiðslu lifandi hluta á jörðunni, verða menn fljótt
varir við, að líking og skyldleiki dýra og jurta í
fjarlægum héruðum er ekki eingöngu bundin við
loptslag, landslag, jarðveg eða annað eðlisástand
landanna. Til þess að sjá þetta, þarf ekki annað
en benda á Ameríku; jurta- og dýralíf þeirrar álfu
er alveg ólíkt því, sem er hinu megin við úthöfin,
þegar undan eru tekin heimsskautalöndin norðlægu.
Ef vér förum suður Bandaríki, suður Mið-Ameriku
og Suður-Ameríku endilanga, verður fyrir oss alls
konar landslag og loptslag; þar skiptast á mýrlendi
og eyðimerkur, háir fjallgarðar og grasi vaxnar slétt-
ur, skógar, vðtn og fljót, alveg eins og f gamla