Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 24

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 24
176 verið sigursælar, verða að öllum likindum hlutskarp- astar, ef þær flytjast í nýtt hérað ; i þessu héraði eru lífsskilyrðin dálítið önnur, svo tegundin full- komnast og breytist nokkuð, og verður þannig enn þá öflugri í tilverustríðinu, og lætur siðan eptir sig hópa af dálítið breyttum en skyldum tegundum. Af þessum áframhaldandi erfðum og breytingum leiðir það, að tegundir og flokkar skyldra teg’unda eru bundnir við sérstök héruð. Náttúrufræðingar hafa fyrrum mikið þráttað um það, hvort sérhver tegund hafði að eins verið sköp- uð á einum stað á jörðunni eða viðar. Stundum er reyndar illt að sjá í fljótu bragði, hvernig einhver tegund hefir getað breiðzt út um fjarlæg lönd ; en þá liggur beinast fyrir að hugsa sér, að hver teg- und hafi komið fram á einum stað, enda væri hitt í raun og veru óskiljanlegt og beint á móti vana- legri rás náttúrunnar. Hver tegund býr optast í héruðum, sem eru samanhangandi, og það þykir mjög merkilegt, ef einhver tegund nær yfir stórt svið með miklum torfærum og þvergirðingum, enda er það mjög sjaldgæft. Landspendýr geta mjög sjaldan flutzt yfir sjó, enda kemur það hvergi fyrir, að sama landspendýrategund sé til í fjarlægum löndum með stórum höfum á milli. J>ó sömu spen- dýrin séu á meginlandi Európu og á Bretlandi, er það alls ekki undarlegt, því Bretland hefir nýlega verið áfast við meginlandið. Ef nú hver dýrateg- und hefði í einu verið sköpuð á tveim eða fleiri stöðum, hvernig stendur þá á því, að engin spen- dýrategund er sameiginleg fyrir Európu, Australíu eða Suður-Ameríku ? J>ó eru lífsskilyrðin hin sömu, og jurtir og dýr úr Európu þrífast á- gætiega í þessum álfum, þegar menn flytja þau þangað.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.