Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 25
177
Flestir náttúrufræðingar nú á dögum eru sam-
dóma um það, að líklegast sé, að hver tegund sé
til orðin á einum stað, og hafi tvo flutzt þaðan og
ferðazt eptir því sem hún gat, og hafi útbreiðzt
innan þeirra vebanda, sem lífsskilyrðin leyfðu. Ein-
stöku sinnum er mjög örðugt að segja, hvernig teg-
undir hafa getað komizt landa á milli ; en breyt-
ingar á loptslagi og landaskipun hafa opt orðið á
fyrri jarðöldum, svo útbreiðslusvið tegundanna hefir
skorizt í sundur á ýmsan hátt; það sýnist í fljótu
bragði vera illt að gera sérgrein fyrir því, hvernig
á því stendur, að sams konar tegundir koma fyrir
á háum fjarlægum fjallatindum eða nálægt heims-
skautunum báðum, bæði á suður- og norðurhveli
jarðar; sama er að segja um útbreiðslu þeirra dýra,
er lifa í fersku vatni, og um sum landdýr, sem lifa
á eyjum nálægt fastalöndum, þar sem þó djúpir
sævarálar eru á milli. Um þetta munum vér tala
nánar siðar, en munum fyrst fara nokkrum almenn-
um orðum um ferðir dýra ogjurta, og hvernig þeim
verður til leiðar komið.
Breytingar á loptslagi geta haft mikla þýðingu
fyrir flutninga dýra og jurta; ef loptslagið breytist
i einhverju héraði, getur það annaðhvort orðið ferð-
unum til tálmunar eða hjálpar. Breytingar á lands-
lagi geta og verið mjög þýðingarmiklar; ef t. d.
eiði milli tveggja flóa eða hafa sígur, svo vatnar
yfir, blandast sædýrategundirnar í báðum höfum, þó
þær áður hafi verið næsta ólíkar; þar sem nú er
djúpur sær, hefir stundum á fyrri jarðöldum verið
fastaland, sem landdýr og jurtir hafa flutzt eptir,
en nú eru þar allar samgöngur ómögulegar.
Jarðfræðin sýnir, að stórkostlegar breytingar hafa
orðið á allri landaskipun á hinum síðustu jarðöldum ;
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 12