Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 26

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 26
178 lönd hafa sigið í sæ og önnur hafa risið úrsæ, fjall- garðar hafa hafizt og eyðzt til agna, fljót hafa breytt farveg sinum, stöðuvötn þornað upp o. s. frv.; allt þetta hlýtur að hafa haft stórkostleg áhrif á út- breiðslu tegundanna. Sumir jarðfræðingar hafa jafnvel farið svo langt, að þeir hafa haldið, að flest- ar eyjar hafi á seinni jarðöldum verið áfastar við meginlöndin; en þeir fara víst allt of langt, enda er þess ekki þörf; útbreiðsla tegundanna um eyja- bálka úthafanna skilst án þess. Margt mælir líka á móti slíkum skoðunum; fjarlægar eyjar í úthöfum eru flestar eldbrunnar, hrúgaðar saman af hrauni og vikri, og virðist það benda til þess, að þær séu til orðnar af gosum á mararbotni, og hafi svo hrúgazt upp, uns þær náðu upp úr sjó; aðallögun megin- landanna hefir að öllum líkindum verið allsvipuð því, sem nú er, um mjög langan tíma. J>essu næst talar Darwin um útbreiðslu jurt- anna og hvernig þær fara að flytjast landa á milli, út á eyjar í reginhafi og frá einum tindi á ann- an. Darwin gerði fyrstur tilraunir til að sýna, hve lengi fræ ýmsra jurta gætu legið í sjó án þess að missa frjóvgunarafl sitt; Darwin fann, að 64 fræteg- undir af 87 spíruðu eptir að þær höfðu legið 28 daga í sjó, og fáeinar héldu enn frjóvgunarafli sínu eptir 137 daga; hinir ýmsu jurtaflokkar stóðust mismundi vel áhrif sævarins. Darwin reyndi líka, hve lengi ávextir, fræhylki og greinar með berjum gætu synt á vatni; sumir ávextir gátu synt í 28 daga og þaðan af lengur, og gátu þó framleitt fullþrosk- aðar plöntur, ef þeim var sáð á eptir. Af þessu er það auðséð, að jurtir geta borizt með straumum langar leiðir til fjarlægra eyja og sprottið þar, ef jarðvegur er hentugur og loptslag gott. Fræ getur lfka borizt landa á milli með rekavið; í holum 0g

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.