Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 27

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 27
179 glufum trjánna getur hörðnuð mold haldizt mjög lengi, og í henni eru opt smáfræ. Stöku sinnum ber það við, að straumar reka dauða fugla að landi, og fræ í sarpi þeirra hafa haldizt óskemmd. Baunir þola illa sævarseltuna; þó fann Darwin, að baunir í sarpi dauðrar dúfu spíruðu eptir að dúfan hafði legið 30 daga í söltu vatni. furr fræ þola lengst sævolkið ; það ber opt við, að safamiklir ávextir berast upp á sker, þorna þar og geta svo haldizt lengi óskemmdir á eptir, þegar særinn hefir skolað þeim aptur burtu. Sumir ávextir þorna á efri hlið- inni af sól og vindi og berast því lengra. Fuglar hjálpa mjög til útbreiðslu jurtanna ; margir þeirra lifa eingöngu á fræum, sumir þeirra fljúga á stutt- um tíma undralangan veg og bera þannig fræin í fjarlæg lönd og eyjar. Safamiklir ávextir skemm- ast f maga þeirra; en hörðu fræin ganga niður af þeim ómelt og breiðast þannig út. í sarpi fugl- anna haldast fræin lengur óskemmd en i maganum; þegar fugl hefir etið nægju sína af fræum, haldast þau 12 til 18 stundir í sarpinum, áður en þau kom- ast niður i magann. Á þessum tima geta fuglarnir hrakizt með vindi allt að því 500 vikur sævar; þeg- ar þeir koma dauðþreyttir á land, sitja arnir og fálkar um þá og rífa þá í sundur; nú er það vani ránfugla, er þeir hafa etið sig sadda, að þeir spúa upp öllu þvi, sem þeir áttu illt með að melta, í smáum kekkjum, vanalega eptir 10—20 stundir; þar fylgja opt með fræ úr sarpi hinna drepnu fugla, og tímgast þau svo, eptir að hafa farið í gegnum tvo líkami, söngfuglssarp og ránfuglsmaga. Fiskar, sem lifa í fersku vatni, eta opt fræ jurta, er vaxa á vatnabökkunum eða niðri í vatninu, arnir og aðrir fuglar eta fiskana, og flytja fræin til fjarlægra staða. 12*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.