Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 29
181
þessir steinar eflaust flutzt þangað á jökum á ísöld-
inni, líkt og ,,gneis“ frá Grænlandi berst með hafís
til íslands, og er þá ekki ólíklegt, að ýmsar jurtir
frá Európu hafi orðið samferða til eyjanna,
f>egar vér nú athugum, að fræin hafa um marg-
ar þúsundir alda getað borizt langar leiðir á svo
margvíslegan hátt, þá væri þa& næsta undarlegt,
ef ýmsar jurtategundir eigi hefðu getað útbreiðzt
til fjarlægra ianda. |>essir flutningar eru engin til-
viljun ; þeir fylgja vissum lögum, því vindar og
straumar halda sinni rás eptir föstum reglum. Fræ-
in geta reyndar ekki geymzt svo lengi óskemmd í
fuglssarpi eða i söltu vatni, að þau á þann hátt
geti borizt yfir hin miklu úthöf frá einni álfu til
annarar, en þau geta hæglega flækzt fráeinni ev til
annarar, og á eyjarnar við meginlöndin eða milli
þeirra ; að fræ berist þvert yfir úthöfin, er miklu
sjaldgæfara, svo jurtir úr ýmsum álfum blandast
síður saman. Fræ frá Bretlandi eða vesturströnd-
um Európu geta vegna straumanna eigi borizt sjó-
leið til Ameriku, en þau fræ, sem golfstraumurinn
ber sunnan frá Vesturheimseyjum til Európu, geta
ekki þróast þar vegna loptslagsins. Ekki vita n,enn
dæmi þess, að jurtir frá Ameríku hafi flutzt með
fuglum til Englands á seinni árum; en þó getur það
verið, að það hafi einhvern tíma komið fyrir; þegar
maður hugsar um allar jarðaldirnar og hinn ómæl-
anlega tima, þá sést fljótt, að slíkt þarf eigi opt að
verða til þess, að það geti haft mikil áhrif, þegar
loptslagið er heppilegt og aðkomujurtin getur stað-
izt keppnina við þær, sem fyrir eru. Eyjar ný-
myndaðar langt frá landi geta eflaust á þenna hátt
fljótt orðið grasi grónar, þegar jarðvegur og loptslag
eru hentug fyrir gestina.
Menn voru lengi fram eptir hissa á því, að því