Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 31

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 31
183 var mestur, voru allar sléttur i Mið-Európu vaxnar norrænum jurtum, ogf eins var ástatt í Bandaríkjun- um. J>egar aptur fór að hitna, urðu norrænu jurt- irnar aptur að hörfa undan norður á bóginn eða upp eptir fjöllunum. en suðrænu jurtirnar settust aptur að á láglendunum; þær plöntur, sem fyrrum, meðan kuldinn var mestur, höfðu í sameiningu vax- ið á sléttunum, voru nú stíaðar sundur, sumar komn- ar upp á háa fjallatinda, sumarnorður í heimskauts- lönd. Af þessu er hægt að sjá, hvernig stendur á skyldleika jurta á fjarlægum fjallatindum. Nú eru nærri samanföst lönd við heimsskautsbauginn nyrðri, og þaðan fluttust plönturnar suður í álfur þær. sem ná norður í kuldabeltið, og er því eðlilegt, að afkomendur þeirra á fjallgörðunurn i Európu, Asíu og Ameríku séu næsta sviplíkir, úr því upp- runinn er hinn sami. Áður en kuldinn færðist yfir, voru töluverðir skógar og mikill jurtagróður annar fyrir innan heims- skautsbauginn nyrðri; þessi gróður varð að flýja undan og mjakaðist suður á bóginn; fór sumt suð- ur í Európu, sumt suður eptir Norður-Ameríku, og sjáum vér nú eptirkomendur þessa gróðurs í Banda- ríkjunum og sumstaðar í Európu; hafa tegundirnar tekið nokkrum breytingum síðan, en á þeim má sjá sama svipinn, sem kemur af sameiginlegum upp- runa; hinn gamli jurtagróður heimsskautalandanna skiptist þannig í tvennt, og báðir flokkarnir aðskild- ust gjörsamlega hver frá öðrum, Hfsskilyrðin voru eigi alveg hin sömu, og keppinautarnir, sem nor- rænu tegundirnar hittu fyrir sér, voru mismunandi i Európu og Ameríku; þess vegna hafa þær breytzt nokkuð flestallar; en ætterni tegundanna í Európu og Ameríku leynir sér ekki, þó nú sé þröskuldur á milli, þar sem Atlantshafið er. Kuldinn hafði

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.