Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 32
184
náttúrlega líka áhrif á sjóinn, svo sædýrin urðu að
færast suður og skiptust þá i flokka, sem settust
að suður með ströndum meginlandanna; þannig
deildist líka hið forna norræna sædýralíf, svo það
er nú aðskilið og hvað fjarlægt öðru, sem áður var
sameinað
Víðast hvar í Európu sjást merki ísaldarinnar
alla leið frá Vesturströnd Bretlands austur að Ural
og suður að Pyreneafjöllum. Kuldinn hefir líka náð
suður yfir Síberíu; það sést á spendýralíkum, sem
þar finnast frosin í jörðu, og fjallagróðurinn bendir
líka til hins sama. í Libanon voru þá miklir jökl-
ar á hæstu hryggjum, eptir þyí sem Dr. Hooker
segir, og gengu skriðjöklar 4000 fet niður í dalina;
hann fann líka gamlar jökulöldur í Atlasfjöllum, og
í Himalayafjöllum sést það glöggt, að jöklarnir hafa
fyrrum gengið miklu lengra niður í dalina. Á suð-
urhveli jarðar á Nýja-Sjálandi eru enn þá jöklar á
suðureyjunni, en þó hafa þeir áður verið miklu
stærri. í Norður-Ameríku eru ísaldarmenjar á aust-
urströndinni suður á 36° n. br., og á vesturströnd-
inni suður að 46° n. br. í Suður-Ameríku voru
áður mikla meiri jöklar á Andesfjöllum, en nú, og
það undir sjálfri miðjarðarlínunni, en glöggar ísald-
armenjar sjást beggja megin á þessu meginlandi frá
410 s. br. allt suður á syðsta oddann. Croll hefir
reynt að sanna, að kuldinn hafi orsakazt af ýmsum
breytingum á eðli jarðar, sem komið hafi af því.að
hringskekkja jarðbrautarinnar jókst; hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að köld tímabil komi aptur og
aptur með 10 til 15 þúsund ára millibili, en ýmsar
samverkandi orsakir, sem hér yrði oflangt að skýra
frá, koma því til leiðar, að enn þá lengra líður
milli þeirra tímapunkta, er kuldinu nær hæstu stigi.
Croll reiknar út, að hin seinasta mikla ísöld hafi