Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 33
185
byrjað fyrir 240 þúsund árum, og hafi hún staðið
yfir í 160 þúsund ár með litlum breytingum; þegar
ísöldin stóð hæst á norðurhveli jarðar, var venju
fremur heitt loptslag nálægt suðurheimsskautinu, en
þegar fór að hitna aptur norðurfrá, fór að kólna á
suðurhvelinu. þ>etta allt saman hefir hlotið að hafa
haft stórkostleg áhrif á ferðir jurtanna, útbreiðslu
og breytingar. Ymsir jarðfræðingar hafa fundið
þess merki, að ísaldir eða kuldatímar muni líka hafa
gengið yfir jörðina á hinum eldri jarðöldum.
Dr. Hooker hefir fundið, að 40—50 tegundir af
blómjurtum, sem vaxa á Eldlandinu, eru sams konar
og fjallajurtir í Európu og Norður-Ameriku, þó svo
ógurleg vegalengd sé á milli. Á hæstu fjöllum í
brunabelti Suður-Ameríku eru margar togundir af
Európukyni, og á Organ-fjöllunum í Basihu fann
Gardner ýmsar tegundir, sem vaxa sunnan til í Eu-
rópu, og þar innan um tegundir úr Andesfjöllum
og úr suðurheimsskautslöndum. Á fjöllunum í
Abessiníu eru nokkrar jurtir hinar sömu sem í Eu-
rópu, og aðrar náskyldar tegundum suður á Góðrar-
vonarhöfða; á hæstu tindunum á Fernando Po. og
á Kamerún-fjöllum við Guinea-flóa eru allmargar
tegundir hinar sömu eins og í Abessiníu og sunn-
an til í Mið-Európu, og þó eru stórkostleg land-
flæmi á milli með allt öðrum gróðri. í Himalaya,
á fjallatindum á Dekan, á Ceylon ogeldfjöllunum á
Java eru allmargar tegundir hinar sömu og í Eu-
rópu; á hinn bóginn hafa menn á fjöllunum á
Borneo, á Malakka og jafnvel á Japan fundið
nokkrar Australíu-plöntur.
F. Muller fann ýmsar Európujurtir á fjöllum
sunnan til á Nýja-Hollandi, og Hooker fann Hkar
jurtir á fjöllum Nýja-Sjálands. J>essar jurtategund-
ir, sem menn finna á fjallatoppum um víða veröld,