Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Síða 34
186
eru þó ekki beinlínis heimsskautajurtir allar; því
nær sem dregur miðjarðarbaug, því meir breytist
svipur þeirra. Utbreiðsla dýralífsins sýnir líka
nokkuð svipuð dæmi. Dana segir t, d., að krabba-
dýrin kring um Nýja-Sjáland séu langlíkust þess
konar dýrum á Bretlandi, en óiík þeim dýrum af
sama flokki, sem búa þar á milli ; fiskar við Nýja-
Sjáland og Tasmaníu eru svipaðir fiskum í norður-
höfum, og við strendur Nýja-Sjálands eru 25 þara-
tegundir, sem eru til í Európu, en hvergi í höfun-
um á milli.
Af því, sem hefir verið sagt hér á undan, ræð-
ur Darwin, að töluvert af jurtum úr tempraða belt-
inu hafi blandazt satnan við brunabeltisgróðurinn á
láglendunum meðan ísöldin stóð sem hæst, og held-
ur hann, að hitinn við miðjarðarlinuna við sævarmál
muni þá hafa verið líkur því, sem nú er þar á
5—6000 feta hæð yfir sævarflöt; hefir þá á láglend-
unum verið blandaAir gróður, líkt og nú er utan í
suðurhlíðunum á Himalaya, utan í fjöllunum á Fer-
nando Po, og á fjöllunum á Panamaeiðinu. þ>egar
kuldinu var sem mestur á norðurhvelinu, komust
norrænu jurtirnar, þær sem bezt þoldu hitann, all-
langt suður á slétturnar í brunabeltinu, en hinn
gamii gróður varð að síga undan suður á suður-
hvelið; því þar var heitara. |>egar nú aptur fór að
hitna, dóu hinar norrænu jurtir út eða komust upp
í fjöllin og frelsuðust þannig ; þó nú hitinn á fjöll-
unum, ef til vill, væri nokkuð meiri en í þeirra
upprunalega heimkynni norður frá, þá gátu þær
samt haldizt þar við með Htilfjörlegum breytingum,
því margar plöntur eru þess eðlis, að þær geta dá-
lftið lagað sig eptir hitabreytingum. Nú kom apt-
ur fsöld á suðurhvel jarðarinnar, og þá komust suð-
rænar heimsskautajurtir á sama hátt norður á við,