Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 39

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 39
191 er viðlíka langt frá Norður-A.meríku, eins og Gala- pagos-eyjum frá Suður-Ameríku, er enginn fugl inn- lendur, enda koma þangað mjög opt fuglar frá meginlandinu. A Madeira eru mjög margar al- innlendar landskeljar, en engin alinnlend teg- und af sjóskeljum. Á fjarlægum eyjum vant- ar stundum heila dýraflokka, en í þeirra stað eru þá önnur dýr; á Galapagos-eyjum eru t. d- skriðdýr í stað spendýra, og á Nýja-Sjálandi risa- vaxnir, ófleygir fuglar. Talnahlutföllin milli hinna einstöku jurtaflokka eru allt öðruvísi á Galapagos- eyjum en nokkursstaðar annarsstaðar. Á eyjum eru opt tré og runnar af þeim flokkum, sem ann- arsstaðar eru eintómar jurtir. A. de Candolle hefir sýnt, að trjátegundir vanalega ná yfir lítið svæði; þær geta því síður komizt út á fjarlægar eyjar, en jurt. sem eigi getur náð miklum vexti á meginlandi, af því þar eru svo margir keppinautar, getur, ef til vill, orðið stór og trjákennd á eyju, þar sem við veikari óvini er að stríða. Fyrir löngu síðan hefir Bory de St.-Vincent bent á það, að froskdýr hafa aldrei fundizt á eyjunum í Kyrrahafinu, og er það rétt, hvað fjarlægari eyjarn- ar snertir; hinar hafa líklega á fyrri jarðöldum margar hverjar verið áfastar við meginland Austra- líu. Samt sem áður er náttúra þessara eyja opt vel löguð fyrir froska; þeir hafa tímgazt ágætlega á Madeira, Azor-eyjunum og Mauritius, því þangað hafa þeir verið fluttir. Hrogn þessara dýra þola ekki sjóseltu, og þess vegna hafa þau ekki getað flutzt í fjarlægar eyjar, og er þá gátan ráðin. Land- spendýr eru heldur ekki til á fjarlægum eyjum, nema þau, sem hafa flutzt með mönnum. Á Falk- landseyjum eru reyndar tóur,. en fyrst og fremst standa eyjarnar upp úr grynningum, sem tengja

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.