Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 41

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 41
193 fastalands er djúpur sær, enda eru tegundirnar á eyjunum ólíkar þeim, sem eru á meginlandinu. því lengri tími, sem er liðinn frá því eyjarnar skildust frá fastalandinu, því meiri breytingar hafa þar get- að orðið á tegundunum ; nú er líklegra,, að djúp sund hafi lengur verið að myndazt en grunn sund, og þess vegna er eðlilegt, að tegundir á eyjum, sem standa á grynningum, séu líkari tegundum á meg- inlandi en tegundirnar á hinum eyjunum. Darwin heldur þó ekki, að eyjar langt úti í hafi hafi nokk- urn tíma staðið í sambandi við meginland, heldur muni þær flestar komnar upp af eldsumbrotum, og dýra- og jurtalíf hefir flutzt þangað á ýmsan hátt, eins og fyr hefir verið frá sagt. Eyjabúar eru optast svipaðir íbúum næstu meg- inlanda, þó tegundirnar séu aðrar. þ>ó t. d. fugla- tegundirnar á Galapagos-eyjum séu flestar sérstak- ar, þá er svipurinn þó hinn sami, eins og hjá teg- undunum á meginlandi Suður-Ameríku, og lifnaðar- arhættirnir eru líkir; sama er að segja um jurtirnar, þó tegundirnar þar líka séu aðrar. Náttúrufræð- ingur, sem kemur í land á þessum fjarlægu, eld- brunnu eyjum, finnur, að hann er enn þá í Ame- ríku, þó hinar einstöku tegundir, sem hann sér, séu aðrar. Samt eru landslag og lifsskilyrði á þessum e)>jum töluvert öðruvísi en á meginlandinu; Gala- pagos-eyjarnar era miklu líkari Capoverde-eyjum hjá Afríku; en þar er dýralif og gróður allt öðru- vísi, og svipaður því, sem er í Afríku, endaerþetta eðlilegt, þvi frumtegundirnar, sem hafa komið til þessara eyja, hafa eflaust komið þangað frá næstu meginiöndum, en hafa svo tekið töluverðum breyt- ingum. Jurtalífið á Nýja-Sjálandi er svipað plöntu- lífinu á Nýja-Hollandi; aptur á móti er gróðurinn Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 13

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.