Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 42

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 42
194 á Kerguelenland líkari gróðrinum á Suður-Ameríku en Afríku, og þó er ey þessi nær Afríku; en þeg- ar litið er á rennsli hafstraumanna þar í kring, verð- ur þetta skiljanlegt. J>etta lögmál kemur líka fram hjá tegyndunum á hverri einstakri ey meðal eyjaflokkanna. A hverri einstakri ey meðal Gala- pagos-eyjanna eru sérstakar tegundir; en þær eru þó skyldari tegundum á hinum eyjunum, heldur en tegundunum á meginlandinu ; þessu geta menn líka búizt við, af því eyjarnar eru svo nálægt hver ann- ari, og tegundirnar á þeim öllum eru af sama eða líkum uppruna; en á hverri ey hafa lífsskilyrðin og innbyrðis keppni tegundanna verið mismunandi, og því hafa komið fram nýjar tegundir. Hið sama lögmál, sem kemur fram hjá tegund- um á eyjum, að þær eru skyldar tegundum á næstu meginlöndum, kemur einnig mjög víða ann- arsstaðar fyrir; það sést á hverju fjalli, hverju vatni og í hverri mýri. J>ær fjallajurtir, sem ekki hafa ferðast langar leiðir á fornum isöldum, eru allar meira eða minna skyldar jurtunum á láglendunum í kring ; í Suður-Ameríku eru fjallakólíbríar, fjalla- mýs, fjallajurtir o. fl., allar með ameríkskum svip; það er eðlilegt, að nýlendur tegunda úr láglendun- um setjizt að í fjöllunum, meðan fjallgarðarnir eru að myndast og rísa; eins eru mýrajurtir opt skyld- ar tegundum í kring; hellradýr eru opt skyld dýr- um í kring, en hafa breytzt í myrkrinu og orðið biind. Sama lögmálið kemur fram í því, að teg- undir af þeim kynjum, sem víða búa, eiga hægt með að útbreiðast víða, enda liggur það í ættern- inu, því útbreiðsla kynsins er komin af því, að það hefir haft betri mátt til að keppa við önnur kyn og til að útbreiðast um jörðina. Mörg kyn af ýmsum flokkum eru fjarska gömul, og hafa þess vegna

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.