Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 46

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 46
193 um einhvern eiginlegleika, sem er sameiginlegur fyrir mikinn fjölda tegunda, þá má byggja á hon- um víðtæka skiptingu. Hjá flestum dýraflokkum eru þýðingarmikil líffæri lítið breytileg, eins og t. d. líffæri til blóðsumrásar, öndunar og æxlunar, en hjá öðrum flokkum er ástand þessara líffæra því nær þýðingarlaust fyrir aðalskiptingarnar; ein tegund af krabbadýrinu Cypridina hefir tálkn, aðrar tegundir engin; þessi dýr hafa hjarta. en ná- skyld krabbadýr (Cypris og Cytherea) ekkert hjarta. Einkenni fóstursins eru mjög þýðingarmikil fyrir skiptinguna ; það er t. d. eðlileg skipting, að skipta blómplöntum i deildir eptir tölu fræblaðanna ; þessi einkenni hafa eðlilega mikla þýðingu, vegna þess að niðurröðun dýra og jurta í náttúrleg fræðikerfi er í raun rjettri ekkert annað en ættartala. þ>ó menn fyrrum ekki vildu kannast við þetta, þá var það eins og óafvitað undirskilið. f>að er hægt að nefna ýmsa eiginlegleika, sem eru sameiginlegir fyrir alla fugla; en það er miklu örðugra að finna sameiginleg auðkenni á krabbadýrum; krabbadýr á báðum endum raðarinnar hafa varla nokkur ein- ltenni hin sömu, en af því þessi dýr tengjast sam- an af langri röð af öðrum krabbadýrum, þá er sjálf- sagt að telja hin fjarlægustu eins undir þenna flokk, þó þau séu svona ólík hvert öðru; skyldleikinn hefir hér allt af ráðið úrslitum í niðurröðuninni jafn- vel áður en menn vildu kannast við það. Hvað snertir niðurröðun í ættir og hópa, þá hefir hún hingað til opt veriðaf handahófi Allir örðugleikar við niðurröðunina munu þá fyrst hverfa, þegar menn laga fræðikerfið eingöngu eptir hinum rétta skyldleika tegundanna, sem lýsir sér í því, að eig- inlegleikar koma fram, sem gengið hafa að erfðum gegnum einstaklinga, tegundir, ættir og flokka.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.