Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 47

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 47
199 J>að verður því að raða hópunum í hverjum flokki beinlínis eptir ætterni; mismunurinn getur þó verið inismunandi mikill milli hópanna, jafnvel þó þeir séu jafnskyldir þeirri frumtegund, sem þeir eiu komnir af, af því breytingarnar geta orðið mis- miklar og mishvatar. Til þess að raða niður af- brigðum tegundanna, verður að fylgja sömu regl- um; verða líka þar þeir eiginlegleikar þýðingar- mestir, sem eru stöðugastir. Til dæmis um það, að menn allt af hafa haft óljósa hugmynd um ættern- ið, sem grundvöll skiptingarinnar, má taka það, að engum hefir dottið annað í hug, en að láta bæði karldýr og kvenndýr innifelast í sömu tegundahug- mynd, jafnvel þó þau séu hvert öðru mjög ólík; karldýr og tvíkynjuð dýr af skelskúfaflokki hafa t. d. varla nokkurn eiginlegleika sameiginlegan, og dettur engum annað í hug en telja þau undir sömu tegund. Eins telja menn hamskiptinga skordýr- anna undir sömu tegund og fullorðnu dýrin, þó þau séu að öllu ólík, og margt fleira mætti telja þessu til sönnunar. J>ess hefir áður verið getið, að það er mikill munur á líkingu, sem er komin af skyldleika, og hkingu, sem eingöngu erkomin af þörf tegundanna til þess að laga sig eptir breyttum lifsskilyrðum. fessi líking hefir stundum tælt menn til þess að gera axarsköpt í niðurröðuninni. Tvö dýr geta ver- ið alveg óskyld, þó þau séu orðin lík vegna líkra flfsskilyrða; slík líking á ekkert skylt við ætterni, en getur stundum hulið það,svo menn taka ekki eptir því. þ>ó undarlegt sé, getur slík líking stundum verið laus við skyldleika, ef tveir stórflokkar eru bornir saman, en eru einmitt merki um skyldleika hjá minni hóp. Hvalir og fiskar eru ekkert skyld- ir, þó útlimir þeirra beggja séu lagaðir til sunds;

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.