Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Qupperneq 48
200
en bæxlin eru sameiginleg fyrir alla hvali og sýna
skyldleika þeirra innbyrðis. og að þeir allir eiga
ætt sína að rekja til sama frumdýrsins. f>ess kon-
ar lík líffæri til líkrar brúkunar eru mjög algeng
í fjarstæðum hópum, t. d. líking pokadýranna og
margra annara spendýraflokka, rafmagnsfæri hjá
ýmsum óskyldum fiskum, ljósfæri hjá ýmsum skor-
dýrum o. m. fl. Stundum stendur sérstaklega á,
svo að líking líffæranna hjá ýmsum fjarstæðum teg-
undum er ekki komin fram af því, að þau hafi orð-
ið að haga sér eptir sömu lífsskilyrðum, heldur á
nokkuð annan hátt. Sumar fiðrildategundir í heitu
iöndunum sýnast í fljótu bragði alveg eins útlítandi
og aðrar óskyldar tegundir; þetta sá Bates fyrstur
í Suður-Ameríku. Hann fann opt á stangli innan
um stóra hópa af fiðrildakyninu Ithomia einstök
fiðrildi af sjaldgæfu kyni, sem heitir Leptalis, og
voru þau fiðrildi alveg eins lit og útlítandi eins og
hin, eins og þau hefðu hermt eptir þeim. Að
breytingar hafa hér orðið í svo undarlega stefnu,
heldur Bates að komi af því, að Leptalis hefir bet-
ur bjargazt og komizt undan hættu vegna líkingar
sinnar við hitt fiðrildið, sem á fáa óvini, því fuglar
og önnur dýr vilja það ekki, svo það er þess vegna
mjög algengt; ef nú nokkrar flugur af hinni teg-
undinni voru svo heppnar að komast undan óvinum
sínum, með því að þær voru líkar hinni tegundinni,
þá var eðlilegt, að þær helzt létu eptir sig af-
kvæmi, sem líkastar voru, og svo kom líkingin fram
af verndinni, sem tegundin þannig varð aðnjótandi.
Wallace og Trimen hafa tekið eptir líkum eptir-
hermum (mimicry) hjá ýmsum fiðrildum á Indlands-
eyjum og hjá öðrum skordýrum ; Wailace hefir
jafnvel séð eitthvað þvílíkt hjá einstöku fuglum.
f>essar eptirhermur eru líklega algengastar hjá