Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 51

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 51
203 það; sniðið á byggingunni hefir haldizt og gengið í erfðir gegnum heilar deildir í dýraríkinu. Náttúrufræðingar hafa nú á seinni tímum ekki að eins borið saman sðmu líffæri hjá mörgum teg- undum af sama flokki, heldur líka ýms líffæri hjá sama einstaklingi, og hafa þá fundið, að sum þeirra eru af satna toga spunnin (homolog); beinin í haus- kúpunni eru að tölu og sambandi samsvarandi frum- pörtum sumra hryggjarliða, eins eru kjálkar krabba- dýranna líkt samsettir eins og fætur þeirra; krónu- blöð, bikarblöð, duptberar og ávaxtarblöð í blóm- inu sýnast ekki vera annað en ummynduð hringsett stöngulblöð, og svo er um margt fleira. fetta er óskiljanlegt, ef menn hugsa sér hverja tegund skap- aða fyrir sig. f>ví þarf heilinn hjá hryggdýrunum endilega að vera innan í beinkúpu, sem er samsett af mörgum sérstökum pörtum, sams konar pörtum eins og eru í hryggjarliðunum? J>ví eru sams kon- ar bein í vængjum og fótum leðurblöðkunnar, úr því verknaður þessara lima er allt annar ? Hvers vegna eru munnhlutar krabbanna að því skapi margir eða fáir, sem j fætirnir eru margir ? Hvers vegna eru blómblöðin byggð eptir sama sniði, eins og stöngulblöðin ? Eptir úrvalslögum náttúrunnar verð- ur þetta allt skiljanlegt. Náttúrufræíingar segja opt, að hauskúpan sé mynduð úr mörgum ummynd- uðum hryggjarliðum, að kjálkar krabbanna séu ummyndaðir fætir og duptvegir jurtanna ummynd- uð blöð; en þó væri í sjálfu sér réttara að segja, að hauskúpur og hryggjarliðir, kjálkar og fætur o. s. frv. væri eigi myndaðar hvert af öðru, eins og þeir nú eru, heldur væri hvottveggja komið fram af sams konar frumpörtum. Gegnum erfðir og mis- munandi lífsskilyrði og margvíslega samkeppni hafa hinir ýmsu frumpartar skipzt og tekið breytingum

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.