Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 53

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 53
205 tálknaop og bugður á slagæðunum á hálsinum; þetta getur eigi haft neina þýðingu fyrir spendýr, meðan það er í rnóðurkviði, eða fugl meðan hann er í eggi. Oðru máli er að gegna, þegar dýrin í fósturlífinu þurfa að sjá um sig sjálf og leita sér fæðu, eins og skorkvikindin meðan þau eru ham- skiptingar, þá verða þau að haga sér eptir lífsskil- yrðunum og samkeppninni, alveg eins og fullorðin dýr, og fá þá ýmsa eiginlegleika, sem þeim eru hentugir eptir kringumstæðunum, svo ætternissvip- ur þeirra hverfur nærri því, en þó sést hann allt af vel á fyrstu stigum. þ>að sést líka á lirfum skel- skúfanna, meðan þeir eru ungir, að þeir eru náskyldir krabbadýrum, þó þeir verði næsta ólíkir, þegar þeir þroskast. Meðan fóstrin og ungu dýrin eru að þroskast, fullkomnast bygging þeirra meir og meir, eins og t. d. hjá skorkvikindunum, en hjá mörgum hinum lægri dýrum er sem byggingunni fari aptur með aldrinum. Darwin tekur hér til dæmis skelskúfana, sem hann hefir rannsakað svo nákvæmlega. A fyrsta stigi hafa lirfurnar sex fætur, eitt auga ein- falt, rana til að sjúga fæðuna og vaxa nú fljótt; á öðru stigi hafa lirfurnar 12 sundfætur, tvö stór sam- sett augu og margsamsettar fálmstengur, en nú er munnurinn lokaður og þau nærast alls ekki; augun hafa dýrin á þessu stigi, til þess að leita sér að hentugum aðsetursstað, og sundfæturnar til þess að synda þangað; þegar staðurinn er fundinn, sezt dýr- ið þar og situr þar alla æfi ; fæturnir verða nú að gripfærum og munnurinn opnast aptur, samsettu augun hverfa, en lítið einstakt auga kemur í þeirra stað. Hjá einstöku tegundum gengur liffærabygg- ingin enn þá meira aptur á bak, og sum liffæri hverfa, af þvf þeirra þarf ekki við. í einstöku

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.