Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 54

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 54
206 dýraflokkum er fóstrið ávallt mjög líkt fullorðna dýrinu, t. d. hjá smokkfiskunum; landskeljar og vatnaskeljar fæðast flestar í sinni eiginlegu mynd, en sæskeldýr taka miklum myndbreytingum á unga aldri; köngulærnar breytast nærri ekkert í uppvext- inum, en skordýrin mjög mikið. Hvernig á nú að skilja fósturlífið ? f>ess hefir verið getið snemma í þessari ritgjörð, að breytingar, sem foreldrarnir verða fyrir á einhverjum tíma lífsins, koma fram á afkvæminu á sama aldursskeiði. Ef vér hugsum oss fuglaætt, sem er komin af einhverri gamalli tegund, en hinar einstöku tegundir í ættinni hafa af úrvali náttúrunnar breytzt eptir ýmsum lifnaðar- hætti; hinar smáu breytingar, sem stóðu í sambandi við lifnaðarháttinn, hafa ekki komið fram hjá ein- staklingunum á fyrsta æskuskeiði, heldur seinna, og koma því líka seinna fram á afkvæminu; þess vegna verða ungarnir innan ættarinnar að vera líkari hver öðrum, heldur en fullorðnu fuglarnir; þetta hefir Dar- win meðal annars sýnt með nákvæmum rannsókn- um og mælingum á dúfum. A sama hátt hefir þetta orðið í öllum flokkum dýraríkisins. Framlim- irnir hjá einhverri frumtegund hafa t. d. verið not- aðir til gangs, en hjá eptirkomendunum hafa þeir breytzt ýmislega eptir lífsskilyrðunum; þá er eðli- legt, að framlimirnir komi fram hjá fóstrinu með líku sniði eins og hjá frumdýrinu, en eigi með því sérstaka lagi, sem er hjá fullorðnu dýrunum af hin- um afleiddu tegundum. þ>au áhrif, sem notkunin hefir haft á útlimina, kemur eingöngu fram hjá fullorðnu dýrunum. Aptur getur það hafa komið fyrir, að breytingarnar hafa orðið snemma, og þá erfast þær svo, að þær koma þegar fram í fyrstu æsku eða í fósturlífinu; þá er unginn eða fóstrið snemma alveg í sömu mynd eins og fullorðna dýrið;

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.